Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 144
143
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
konunnar“, til að mynda eru brjóstnælurnar
einfaldar (ekki tvöfaldar) (mynd 41).
Við skoðun á þeim fyrrnefndu fimm
gröfum í Skandinavíu þar sem meira en 300
perlur höfðu fundist við fornleifauppgröft
myndu þrjár grafir teljast sambærilegar við
„fjallkonuna“ að því er aldursgreiningu og
perlufjölda varðar, þ.e. Steigen (Hagbardhol-
men) í Noregi, Fjörtoft í Noregi og Gästrik-
land, í Svíþjóð. Því mætti halda því fram
að fornleifafundur „fjallkonunnar“ sé ekki
einstakur ef horft er á víkingaheiminn sem
heild. Þó er ljóst að hann er einstakur á Íslandi.
Við samanburð við sambærilega forn-
leifafundi í Skotlandi og Bretlandseyjum
fundust engin dæmi um fornleifafundi frá
víkingatímanum með yfir 300 perlum. Þó að
kvengrafirnar að Kneep, Uig, Isle of Lewis
(fundarnúmer NGR NR 090 364) á Skotlandi
(Welander et al 1987, bls. 149) og Peel, Isle
of Man (fundarnúmer 84-16-L483) (Freke
2002, bls. 66) væru áhugaverðar víkingaaldar-
kvengrafir reyndist fjöldi perla þar ekki eins
mikill og fannst hjá „fjallkonunni“. Fjöldi
perla að Kneep var aðeins 44 perlur (Welander
et al 1987, bls. 154), en form þeirra (tví-, þrí
og fjórliða bláar, gular, silfur- og gulllitaðar
glerperlur) virðist í birtu efni um rannsóknina
vera líkt hluta perla fjallkonunnar. Perlufjöldi
hjá „The Pagan Lady of Peel“ á Isle of Man
var aðeins yfir 70 perlur. Þær perlur voru
hvítar, grængular, appelsínugular, rauðar og
bláar, flestar með mynstri og úr gleri, rafi and
surtarbrandi (jet) (Holgate 1987, bls. 14-15)
og virtust vera af annarri gerð en perlur „fjall-
konunnar“. Einnig benti haugfé „Pagan Lady“
til þess að hún hefði ekki klæðst hefðbundnum
kvenklæðnaði á víkingaöld (í gröfinni voru
ekki brjóstnælur en gripir til sauma, jurtir til
lækninga og steikarteinn – sem hefur jafnvel
verið talinn vera völvustafur) (Price, 2002, bls.
160-161). Fornleifafundurinn er talinn vera
frá 10. öld (Graham-Campbell; Batey 1998,
bls. 111). Ísóparannsóknir sýndu að „Pagan
Lady“ var ekki frá Isle of Man (Symonds et
al, 2014, bls. 13-14). Hún var á miðjum aldri
og er talin hafa verið úr hópi innflytjenda frá
Skandinavíu sem af haugfénu að dæma hefðu
ekki verið af kristnum uppruna (Freke 2002;
96-97; Wilson, 2008, bls. 47).
Þar sem ekki fundust dæmi um kvenkuml
frá víkingaöld í Skotlandi eða Bretlandseyjum
með yfir 300 perlum mætti halda því fram
að mikill fjöldi perla í slíkum gröfum sé ein-
kennandi fyrir kvenkuml í Skandinavíu.
Mynd 39. Hluti af perlunum sem fannst við uppgröft í
Gästrikland.
Mynd 40, hluti perla úr gröf 508 í Birka, sótt frá: http://
mis.historiska.se/mis/sok/kontext.asp?kid=715&zone=