Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 145

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 145
144 Múlaþing Prúðbúin kona? Í 16. versi Rígsþulu Eddukvæða segir frá fötum Ömmu, konu bóndans: „Sat þar kona ... sveigr var á höfði, smokkr var á bringu, dúkr var á halsi, dvergar á öxlum.“ Oft er lögð sú merking í túlkun á perlum og skartgripum úr fornleifafræðilegu samhengi frá víkingaöld að þau standi fyrir tákngervingu á persónulegu sérstæði og sjálfsmynd. Val og framsetning slíkra gripa feli því í sér táknræna merkingu tengda sjálfsmynd einstaklinga, sem skilin eru af einstaklingum í sama eða svipuðum félagslega hópi. Lykilupplýsingar tengdar túlkun gripa eru talin tengjast aldri, stöðu, kyni og hlutverki (Hayeur Smith, 2003b, bls. 228; 2003a, bls. 86-98). Samkvæmt Michéle Hayeur Smith voru brjóstnælur, ásamt öðrum tegundum skandinavískra skartgripa, tákn um stöðu og menningarlega sjálfsmynd (e. cultural identity) víkingaaldar á Íslandi. Brjóstnælur hafa einnig verið notaðar sem kynjaauðkenni í kumlum þar sem ekki er hægt að nota beinagrindur til kyngreiningar (Hayeur Smith, 2003b, bls. 228-229 og 239; Hayeur Smith, 2015, bls. 28). Þar sem flestar brjóstnælur koma úr fornleifafræðilegu samhengi er hægt að túlka klæðnaðinn sem spariklæðnað sem hin látna var klædd í við greftrun, hugsanlega sem sérstakur klæðnaður sem notaður var til greftrunar (Jesch, 2015, bls. 96). Í Birka voru brjóstnælur í tæpum helmingi kvengrafa (Ewing, 2006, bls. 39). Það hefur komið á daginn að taka þarf greiningum út frá „kven-“ og „karlgripum“ af varúð, sé tekið mið af nýlega birtri grein um kvenkyn einstaklings, sem hafði áður verið talin táknmynd karlmennskunnar; bar- dagamanns frá víkingaöld, í gröf nr. 581 í Birka (Hedenstierna-Jonsson, 2017, bls. 853- 860). Deilt hefur verið um hvort brjóstnælur geti verið tákn frjálsra kvenna, giftra kvenna eða eiginkvenna frjálsra bænda. Jesch taldi brjóstnælur á víkingaöld ákveðið tákn, þó að erfitt gæti verið að vita nákvæmlega hvaða merkingu þær höfðu: „We cannot be certain what, probably multiple, meanings the oval brooches had, but there is no doubt that they served to establish a common female identity across a large part of the Viking diaspora.“ (Jesch, 2015, bls. 97). Mynd 41, brjóstnælur úr gröf 508 í Birka, sótt frá: http://mis.historiska.se/mis/sok/kontext.asp?kid=715&zone=
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.