Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 151
150
Múlaþing
ísótóparannsóknum að dæma, hafa verið uppi
um miðja tíundu öld.
Sjötta niðurstaðan er sú að þó að perlu-
fjöldi sé mikill, sem gefur hugleiðingum um
völvu/seiðmann byr undir báða vængi verður
ekki hægt að fullyrða um að það hafi verið
hlutverk „fjallkonunnar“, né fullyrða að öðru
leyti um félagslegt hlutverk hennar.
Þessi síð-fræðilega rannsókn hefur bætt og
aukið umtalsvert við þekkinguna um „fjall-
konuna“ sem fannst við björgunaruppgröft
2004. Þá hafa frumgögn og gripir verið endur-
túlkuð og safnað hér á einn stað. Taka verður
mið af því að unnið var með rannsóknargögn
úr björgunaruppgreftri sem unninn var við
erfiðar aðstæður á fjöllum, á svæði þar sem
er snjór mestallt árið og snjóa leysir oft ekki
fyrr en í byrjun ágúst (Unnar Sveinlaugsson,
munnleg heimild, 2018). Því er raun með
ólíkindum að brjóstnælan og þríblaðanælan
hafi fundist af tveimur göngumönnum þann
20. júlí 2004.
Um höfundinn:
Rannveig Þórhallsdóttir lauk nýlega mastersprófi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og
stundar nú doktorsnám í fornleifafræði undir leiðsögn Dr. Steinunnar Kristjánsdóttur.
Rannveig starfar sem kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og við fornleifarannsóknir
hjá Antikva og eigin fyrirtæki, Sagnabrunni. Hún er einn af stofnendum rannsóknarset-
ursins Skálaness í Seyðisfirði þar sem lögð er áhersla á alþjóðlegt háskólasamstarf sem
og vettvangs- og þverfaglegar rannsóknir. Hún starfaði árin 2001–2005 sem safnstjóri
Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum og um tíma sem verktaki og fastráðinn þýðandi
hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins. Rannveig hefur setið í stjórnum Félags
íslenskra safna og safnmanna, Skriðuklausturrannsókna og ritstjórnum Múlaþings og
Glettings – tímarits um austfirsk málefni.
Þessi grein er byggð á MA ritgerð hennar: „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla
konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. Síð-fræðileg rannsókn á mannvistarleifum og gripum
sem fjallar um björgunarrannsókn á mannvistarleifum og gripum frá 10. öld, sem fund-
ust í 700 m.y.s. á heiði á Austurlandi árið 2004. Rannveig flutti eftir útskrift fyrirlestur
byggðan á MA rannsókninni í þremur háskólum í Bandaríkjunum; Vassar í Poughkeepsie,
Earlham College í Richmond og Southern Connecticut State University í Connecticut.
Einnig hefur hún flutt fyrirlestur um rannsóknina í hátíðarsal Þjóðminjasafns Íslands,
Herðubreið á Seyðisfirði og Minjasafni Austurlands.