Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 160
159
Basl - Um listsköpun á Seyðisfirði á fyrri hluta 20. aldar
og við tónsmíðar. Var yfirleitt umtalsverður
metnaður á sviði menningar þar í bæ, meiri en
víðast hvar annars staðar í landinu. Gott sam-
band var þá frá Seyðisfirði við útlönd, einkum
við Norðurlönd, Bretland og svo Spán. Skip
frá Evrópu sigldu til Seyðisfjarðar og þaðan
svo beint til útlanda; að utan bárust stöðugt
ýmis áhrif og nýjar hugmyndir til staðarins,
námu þar land og bárust þaðan víðar. Það
var því ekki alveg út í bláinn, að listmál-
ararnir ungu höfðu kosið að vinna að list
sinni á Seyðisfirði; þar bjuggu þá allmargar
efnaðar fjölskyldur – fólk sem á þeim árum
gat veitt sér að kaupa listaverk. Þau Gunn-
laugur og Grete voru bæði mjög vinnusöm og
máluðu fjölda mynda á búskaparárum sínum
á Seyðisfirði, landslagsmyndir, portrett, mótív
úr bæjarlífinu og kyrralífsmyndir. Verk þeirra
voru á sýningum m.a. í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn. Einstaka málverk seldist líka á
Seyðisfirði – algengt verð fyrir meðalstóra
mynd var kr. 100 – 120. Verðlagi í landinu
var á þeim árum hins vegar þannig háttað,
að algeng laun verkamanna voru þá kr. 1,20.
á tímann, haustlamb kostaði kr. 8 – 10. svo
ætla má að verðgildi hundrað króna hafi á
þeim tíma verið í kringum 150 þúsund krónur
á núvirði.
Gunnlaugur Óskar, fæddur 1904, var kjör-
sonur hjónanna Guðlaugar Jónsdóttur og Jóns
St. Schevings. Þau ættleiddu drenginn þegar
hann var fimm ára en fram að því hafði hann
verið í fóstri hjá móðurforeldrum sínum í
Reykjavík. Móðir Gunnlaugs var Hallbjörg
Jónsdóttir en faðir hans Björn Gíslason kaup-
maður í Reykjavík. Við fæðingu drengsins
varð móðirin altekin fæðingarþunglyndi, af
þvílíku vonleysi og svartnætti, sem ágerðist
Grete situr fyrir er Gunnlaugur málar mynd af sveitafólki við heyskap.