Eir - 01.07.1900, Side 6

Eir - 01.07.1900, Side 6
118 af því, að líffærin hætta að starfa, en þau hætta að starfa af því, að þau eru orðin eitthvað biluð, en sú bilun kemur aftur af ellihrömuninni. Oftast kemur ellidauði af því, að lungu gamalmenna visna og kemur í þau bjúgur, sem veldur dauð- anum. Spurningin um það, hvort komast megi hjá dauðanum, stendur þannig í nánu sambandi við spurninguna um það, hvort komast megi hjá ellihrörnun, en úr þessari síðarnefndu spurn- ingu verður naumast skorið með reynslunni og ekki heldur með því að bera eliihrömun mannsins saman við ellihrörnun dýranna. Dýrin ná mjög misháum aldri, sum lægri dýr lifa altaf jafn lengi; flest dýr lifa skemur en maðurinn, en aldur sá, sem þau ná, er jafnari. Þó eru þau ekki fá, sem lifa hér um bil jafn lengi og maðurinn, hvort sem tekið er tillit til meðalaldursins eða til mismunar þess, sem er á aldri þeim, sem einstaklingarnir ná. Yér verðum því fyrst um sinn að iáta oss nægja að skoða dauðann sem óumflýjanlega afleiðing ellinnar, þó að enginn verulegur sjúkdómur komi til, og það virðist sennilegt, að dauðinn sé ekki eingöngu afleiðing af þeim skaðlegu áhrifum, sem líkaminn verður fyrir á æflnni, heldur leiði hann beinlínis af líkamseðli voru. Margföld reynsla heflr sannað, að afkvæmi náskyldra for- eldra eru veikiiygðaii og heilsuverri on börn óskyldra foreldra. A þetta sér einkum stað um afkvæmi systskynabarna, af því að það kemur sjaldan fyrir, að nánari frændur giftist eða eigi börn saman. Oftast kemur það fyrir, að böm slíkra for- eldra verða daufdumb, fábjánar eða fái sérstakan sjúkdóm í sjónhimnuna; stundum líka að þau verða óhæf til barngetn- aðar, skammlíf, fæðast með hjartasjúkdómi eða niðurfallssýki. Af hverju stafar nú þetta? Snmir hafa. haldið, að þessi veila stafaði beinlínis af skyldleika foreldranna og að það væri nauðsynlegt að fá „nýtt

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.