Eir - 01.07.1900, Page 10
122
praktiserandi læknir árið 1837, og höfðu sýslubiíar lofað hon-
um 200 ríkisdala þóknun á ári. Sýslumaður Húnvetninga
Björn Blöndal sótti sama ár um það til stjórnarinnar, að
skipaður væri læknir í Húnavatnssýslu með 100 ríkisdala laun-
um úr ríkissjóði gegn því að sýslubúar legðu fram annað eins.
Eftir talsverðar bréfaskriftir um þetta mál, hafðist það þó upp
úr þessu, að 100 ríkisdali mætti borga úr jarðabókasjóði ís-
lands þeim manni, sem Húnvetningar vildu að tækist á hendur
læknisstörf í sýslunni með þvi skilyrði, að sýslubúar sjálfir
gæfu lækninum að minsta kosti 100 ríkisdala þóknun, en skyidur
ætti læknirinn að vera til þess að gegna að vetrinum allri
Skagafjarðarsýslu og á sumrin þeim parti sýslunnar, sem lægi
vestan Héraðsvat.na. Samkvæmt þessu var Jósep síðan prakti-
serandi læknir á þessu svæði, þangað til loksins að Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslur voru 1856 teknar undan hinu gamla
læknishéraði, sem náði yflr Norðlendingafjórðung og gerðar að
umdæmi sér, er Jósep Skaftason fékk veitingu fyrir sama ár.
Þegar Hjaltalin var orðinn hér landlæknir, sá hann skjótt,
hversu læknaskorturinn var mikill og þareð fáir íslendingar
stunduðu læknisfræði víð háskólann í Khöfn, tók hann það
ráð, að vekja upp aftur að nýju innlenda læknakenslu.
Samkvæmt embættisbréfi hins fyrsta landlæknis Bjarna
Pálssonar var honum gert að skyldu að kenna hér læknis-
fræði, og byrjaði hann á því skömmu eftir að hann kom hingað
út; eftivmaður hans, Jón Sveinsson, hélt þvi áfram, en úr ^
því hans misti við, fór að draga úr læknakenslunni og um
1820 verður langt hlé á henni.
Hjaltalín fór þess á leit við stjórninaárið 1860 aðhann
mætti taka nokkra pilta til kenslu í læknisfræði. Var það
leyft, en þó voru kenslunni sett of þröng takmörk. Árið eftir
(1861) kom læknaskipunarmálið til umræðu á Alþingi, og var
konungi send bænarskrá um, að landlæknirinn mætti veita
stúdentum kenslu i læknisfræði eftir reglum, sem landlækni
og heilbrigðisráðinu í Khöfn kæmi saman um. Gekk þetta
fram á næsta ári (1862). Við þetta stóð þangað til á Alþingi
1867. Pá bar Hjaltalín fram þá uppástungu, að stofnaður væri