Eir - 01.07.1900, Síða 11
123
í Reykjavík roglulegur læknaskóli meö landlækni sem for-
stöðumanni og 2 öðrum kennurum. P’ingið samþykti að mestu
leyti uppástunguna. Stjórnin varð að vísu ekki við öeiðni
þingsins, en slakaði þó svo til, að landlækni var settur kennari
til aðstoðar árið 1868.
Eftir að Hjaltalín tók að kenna, fór smásaman læknum
að fjölga svo að skipa mátti þau emhætti, sem þá voru lækn-
islaus. Þaimig var um þessar mundir, laust eftir 1860, lækn-
islaust í báðum héruðum Yesturamtsins og i Vestmannaeyjum
og í Austuramtinu; og voru því þeir, sem útskrifuðust frá
landlækni, settir í þessi embætti. En jafnframt. voru til bráða-
birgða settir læknar í ýmsum hóruðum til aðstoðar þeim
læknum, sem þar voru fyrir. Til aðstoðar landlækni var
settur J. Jónassen 1«68 í Kjósar- og Gullbringusýslu og Páll
Blöndal sama ár í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu; til aðstoðar
lækninum í norðurhluta Yesturamtsins var Ólafur Sigvaldason
settur í Strandasýslu 1870; til aðstoðar lækninum í norður-
hluta Norðuramtsins og lækninum í Austuramtinu var Einar
Guðjohnsen settur 1873; til aðstoðar héraðslækninum í norð-
urhluta Norðuramtsins var settur Júlíus Halldórsson í Pingeyjar-
sýslu 1874. Samt fullnægði þessi fjölgun eigi þörflnni og okki
kom Alþingi svo saman, að eigi væri borinn þar upp fjöldi
bænarskráa um fjölgun læknahéraðanna, en það vildi ganga
seint að fá lögun á þessu.
Þegar Alþingi kom saman árið 1875 í fyrsta skifti eftir
að vér höfðum fengið fjárveitingavald, þá var það eitt af aðal-
áhugamálum þess þings að bæta læknaskipuriina, og var þá
samþykt lagafrumvarp um að skifta landinu í 20 læknahéruð,
og annað um að setja á stofn reglulegan læknaskóla.
Frumvarpið um fjölgun læknahéraða varð að Jögum 15. okt.
1875 og frumvarpið um stofnun læknaskóla 11. febr. 1876.
Héruðin voru þessi:
1. Reykjavíkursókn, Kjósar- og Gullbringusýsla og
Garðap restakall í Gullbr.sýslu. Fékk J. Jónassen
veitingu fyrir þessu héraði 1876.
2. Hinn annar hluti Gullbringusýslu; i það hérað var