Eir - 01.07.1900, Page 23

Eir - 01.07.1900, Page 23
135 norður í Siberiu óekemdir. enda þótt þessi dýr séu útdauð fyr en menn hafa sögur af. En þótt kjötið goymist þannig óúld- ið, tekur fitan samt nokkrum breytingum í því. Hún fœr þráakeim, ef það er geymt lengi, en fitnlaust kjöt geymist vol. Síðan faiið var að koma upp íshúsum hór á landi eiga menn kost á þessari geymsluaðferð, sem áður var lítið eða alls ekki þekt hér. Loks er niðursuðan. Þá er kjöt.ið látið í blikkdósir, lokið brætt yfir, síðan er alt soðið um stund, tokið upp úr og gat stungið á lokið og loks er þessu gat, lokað með bræddu tini og dósin soðin aftur. Suðan drepur bakteriur, en gatið er drepið á til þess að loft geti streymt út og gufa úr kjötinu; svona kjöt getur geymst svo lengi sem vera vill, en áríðandi er að sjóða nógu lerigi, því að hitinn er longi að komast gegn- urn alt kjötið, og ef þess hefir ekki vorið gætt, geta rotnunar- kveikjur lifað af, og skomt síðar. Ekki heldur niðursoðinn matur íyllilega sínu eðlilega nýja bragði, en svo má fara að að munurinn verði nauðalítill. Af þessu má sjá, að varla er til nokkur aðferð, sem breyti ekki annaðhvort næringaigildi kjöts eða bragði, eða hvorutveggja, en nógar til að varna rotnun. Það er annars ekki að eins af sælkeraskap, að menn hafa breytt til frá sölt- unaraðferðinni gömlu, því að það er margföld reynsla fyrir því, að menn geta fengið skyrbjúg af því að lifa lengi á eintóm- um gömlum söltuðum mat, en komast hjá því, ef þeir hafa niðursoðinn mat mestmegnis eða jöfnum höndum. Malreiðsln kjöts. Sjaldan leggja menn kjöt sór til munns hrátt, heldur er það tilreitt á margvislegan hátt, og er ekki tilgangurinn, að kenna hér aðferðirnar við það, en nokkrar bend- ingar um, hver sé eiginlega tilgangur og nytsemi þessararmat- reiðslu, eru ef til vill ekki óþarfar. Tilgangurinn er eða á að vera bæði sá, að gera kjötið auðmeltara með því að mýkja það, ýmist með því að taka burtu það sem er seigast í því eða með því að saxa það og merja, eða með því að hita það upp á einhveru hátt svo lengi, að tægjurnar verða að limi að meira eða mimia leyti, og viima tennurnar þá betur á því.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.