Eir - 01.07.1900, Page 50

Eir - 01.07.1900, Page 50
162 leyti skamt á veg komnir. Lög 3. jan. 1890 (um lögreglu- samþyktir fyrir kaupstaðina) heimila kaupstöðum landsins að setja í lögi'eglusamþyktir sínar ákvæði um alment hreinlæti og þrifnað, en þau ákvæði í hinum gildandi lögreglusamþyktum eru mjög af skornum skamti. í tilskipun 4. maí 1872 (um sveitastjórn á íslandi) segir svo í 15. gr. að „Hreppsnefndir skulu, hver í sinum hreppi, hafa gætur á heilbrigðisásigkomu- laginu í hreppnuin, samkvæmt þeim reglum, sem amtsráðið eða landshöfðingi skipar fyrir um það.“ Slika reglugjörð hefir amtsráðið í Norður- og Austuramtinu samið, (pientuð í Lög- fræðing 2. árg. bls. 84—86), en þessu mun ekki hafa verið geflnn mikill gaumur, enda ákveða lögin ekki neina hegningu á þá menn, er brjóta kynnu ákvæðin i þess konar heilbrigðis- reglum. í Suður- og Vesturamtinu var fyrir nokkru borið undir sýslunefndir, hvort þeim litist ekki ráðiegt að gefnar væru út einhverjar reglur um hreinlæti og þrifnað á sveitaheimilum (um salerni, vatnsból o. fl.), en sýslunefndirnar voru flestar á móti því! Er það ijós vottur um hugaríar manna og þrifn- aðartilfinningu. Það er amtmaður Július Havsteen, sem gert hefir þessar lofsverðu tilraunir, bæði i Norður og Austuramt- inu, meðan hann var þar, og seinna í Suður- og Vestur- amtinu. Þó er auðsæ mikil framför i öllum heimilisþrifnaði á síð- ari hluta hinnar liðnu aldar1, og vonandi verður sú framför enn greiðstígari á nýju öldinni, svo margir eru iæknarnir orðnir, og svo margir skólarnir. Má vænta þess að hugsunarháttur- inn breytist óðum til batnaðar, og verði þess ekki langt að bíða að þjóðin finni til þess, að þörf or á heilbrigðislögum (þrifnaðarákvæðum) engu síður en sóttvarnarlögum. Menn furða sig oft á því, að margar manneskjur halda heilsu og ná háum aldri, þó að þsér lifi alla æfi í verstu hreys- u'm við argasta sóðaskap; suma furðar svo mjög á þessu, að þeir halda að hreinlætisprédikanir Jæknanna séu hégóminn einn og markleysa. Ég býst við því, að flestir þeir, sem þettalesa, 1 Þetta er skrifað í janúarmán. 1901.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.