Eir - 01.07.1900, Síða 54

Eir - 01.07.1900, Síða 54
166 um í öðrum löndum, sem þau koma frá. — 3) En ef skip kemur frá einhverjum þeim stað, þar sem farsótt gengur, sú er hér er ekki innlend, þá er nauðsynlegt, að læknir skoði skipsmenn, hvort sem nokkur er veikur eða ekki, áður en þeir hafa ótept mök við iandsmenn. — 4) Sama er að segja, ef sótt kemur upp i skipi á leið til landsins, hvaðan sem það kemur, þá á það að vera skylda skipstjóra, að hafa engin náin mök við landsmenn, fyr en læknir hefir séð, hvað um er að vera og yfirvöld hafa gert þær ráðstafanir, sem full- tryggar eru þvi til fyrirstöðu, að sóttin berist á landsmenn. — 5) Ef skipsmenn hafa haft inök við sóttarstaði utanlands, eða á leiðinni við sóttmenguð skíp, en eru ekki sjálfir veikir, þá verður það samt að vera lögheimilt, að halda skipinu í sótt- varnarhaidi, þar til ei útséð er um, að enginn veikist í því. — 6) Nú kemur skip að landi, og eru á þvi sóttveikir menn, þá verða landsmenn að vera við því búnir, að taka á móti slíkum sjúklingum, hafa til þess sérstök sóttvarnarhús í heiztu kauptúnum landsins, og visa þangað hinum sóttmenguðu skip- um, ef þau taka annarsstaðar land; þá verður og að sótt- hreinsa skipið. — 7) Þá er drepsóttir ganga í öðrum löndum, þær er borist geta ianda á milli í fatnaði eða varningi, þá verður að vera lögheimild til þess, að banna innflutning frá sóttarstöðunum á þeim munum, er reynsia er fyrir, að sótt- kveikjan getur flutst í þeim. — 8) Til þess að öll yfirvöld, sem hlut eiga að máli, viti jafnan, livaðan helzt er háska von, verður stjórn landsins að hafa vakandi auga á heilsufari í öðr- um löndum og auglýsa tafarlaust, ef farsótt er á ferð erlendis, á stöðvum, er standa í skipasambandi við landið. — 9) Þá er það engu síður áríðandi, að banna iandsmönnum að hafa að nauðsynjalausu mök við útlend skip, sem ekki hafa hér við land gert grein fyrir heilsufari sínu. Ef landsmenn fara á opnum skipuin eða þilskipum á sjó út og eiga nrök við útlend 3kip, sem ekki hafa hér við land gert grein fyrir góðri heil- brigði og lagt út. síðast héðan frá landi, þá ber að fara með þessi íslenzku skip, er þau koma aftur, sem kæmu þau frá út- löndurn. — 10) Lög þarf að setja, er feli í sér ákvæði um

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.