Eir - 01.07.1900, Side 69

Eir - 01.07.1900, Side 69
181 höfn og umstang; og víst er um það, að hafa verður ná- kvæma aðgæzlu á öllu, eftir því sem hér heflr verið sagt, ef heimasóttkvíun á að koma að góðu haldi. En hvernig fer, ef þessari fyrirhöfn er slept. Þ a ð vita flest heimili hér á landi. Þá kemur sjaldan sótt á bæ, svo að hún verði ekki fleirum en einum að meini, og oft fellur allur þorri heimilismanna í valinn fyrir sóttkveikjunum. Þá verður öll hjúkrun erfiðari og lækningarkostnaður meiri og vinnutjónið oft gýfurlegt, og þá verður endirinn oft sá, að sumir heimamenn fara i gröfina, en aðrir standa uppi með heilsu- brest, sem aldrei skilur við þá. Sóttvarnir eru arðsamari, en nokkur önnur fyrirhöfn. b) Ileimili sóttkviaft. Ef næmur sjúkdómur kemur á heimili, þar sem ekki er unt að sóttkvia sjúklinginn eða sjúklingana í sérstöku herborgi, þá getur það aldrei talist hættulaust, að heimamenn eigi mök við fóik af öðrum heimilum. Það er siðferðisskilda hvers húsráðanda, ef næmur sjúk- dómur kemur upp á heimili hans, að gera jafnan sitt, ýtrasta til þess, að sjúkdómurinn berist ekki á önnur heimili, í önnur hús, eða i aðra bæi. Stundum er það líka lögboðin skylda. Þessi sóttkvíun er ofur-auðveld í strjálbygðum sveitum, en mörgum örðugleikum bundin í sjávarþorpum og kaup- stöðum: 1) Á bæjarþil eða húsvegg skal festa auglýsingu um það, að næmur sjúkdómur sé á heimilinu, og lielst taka til, hver sótt.in sé, og vara utan-heimilismenn við þvi, að fara inn fyrir dyr. [Lögreglustjórar óg læknar seta oft upp slikar auglýs- ingar, þá er um lögboðnar varnir er að ræða. En hverjum húsráðanda or auðvitað frjálst að gora það af sjálfsdáðumj. Ef nauðsyn krefur, að komumanni sé veittur beini, þá skal bera honum út einhvern nýsoðin mat i hreinum ílátum, or legið hafa í 10 mínútur í sjóðandi vaf.ni. Nú þarf gestur næt- urgrið, og verður hann þá að hvíla í úti-húsi, án þess að hon- um sé rekkja reidd.

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.