Eir - 01.07.1900, Side 71

Eir - 01.07.1900, Side 71
183 JíugnöjúÆdóniar. 1. Angnrciki klrtlaveikra. Það er algengt, að kirtlaveik börn fá augnveiki, sem getur skert sjón þeirra; má jafnvel ýkjulaust segja, að meginið af augnveiki barna, eigi íót sina að rokja til kirtlaveiki. Fremur er það sjaldgæft, að kirtlaveiki valdi algerðri blindu. Sam- kvæmt skýrslum frá Blindraakólanum (Blindeinstitutet) í Kaup- mannahöfn telst þó svo til, að áttunda hvern af nemendum þar hafi kirtlaveiki blindað, en hér á landi eru engar skýrslur til um slíkt. Hitt er miklu tíðara, að kirtlaveikin verði orsök meiri eða minni sjóndepru; er sjóndepran ekki sjaldan svo mikil, að barnið dregst aftur úr jafnöldrum sínum við bóklest- ur eða á bágt með að lesa til lengdar. Augnveiki sú, er stafar af kirtlaveiki, kemur ýmist fram í augnahvörmunum eða í slímhúð augaus og augnalokanna eða þá í hornhimnunni. I’egcu- hvarmarnir vcikjast, verða þeir oftast nokkuð þrútnir, það sest hrúður á þá milli augnaháranna ásamt örlitlum graft- arbólum, og fýlgja þessu ekki sjaldan voggrísir. Ef sjúkdóm- urinn er látinn sjálfráður, ræðst hann á rætur augnaháranna, svo að þau falla smásaman burt, og hvarmarnir verða rauðir, en þetta hvorttveggja stórlýtir augun. I’ví næst fara hvarm- arnir að snúast út á við, og vatn tekur að renna úr augunum, tárin streyma niður kinnarnar, einkum þegar sjúklingurinn er úti, en vatnsrenslib veldur því, að hvarmarnir umhverfast nú meir og meir; loks geta augnalokin snúist um, og er það ó- fagurt ásýndum og ilt viðgerðar. Samfara þessu er meiri eða minni graftarútferð úr augunum. Þessa hvarmaveiki er bezt og hægast að lækna, ef það er gert í tíma, en þegar veikin er komin í augnahárin og einkum eftir að vatn er farið að renna úr augunum, verður veikin ekki læknuð nema sjúklingurinn sé undir iæknis hendi. I’egar vcikin legst á slímhúd augans koma oftast fram bólur á þvi hvíta i auganu eða oftar á takmörkunum milli hvitunn-

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.