Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 8

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 8
6 BJARNI VILHJÁLMSSON ANDVARI Sigmundssonar, og var jörðin síðan setin áf umboðsmönnum Hólastóls, meðan Guðbrandur og tveir niðjar hans sátu stólinn. Jóhannes Halldórs- son, faðir Sigurhjartar, háfði einnig búið að Urðum og eignaðist jörðina, en ættir Sigurhjartar og Soffíu konu hans liggja þó aðallega í Þingeyjar- sýslu, þó að hér gefist ekki kostur frekari ættrakninga. Sonur Sigurhjartar af seinna hjónabandi og því hálfbróðir Sigrúnar á Tjörn var Sigfús Sigur- hjartarson, ritstjóri og alþingismaður, sem sagður er hafa hvatt Kristján til að leggja fyrir sig fornleifafræði. Kona séra Kristjáns Eldjárns á Tjörn var Petrína Hjörleifsdóttir, prests á Skinnastað og síðast á Tjörn Guttormssonar. Var séra Hjörleifur af grónum austfirzkum ættum, þar sem mjög gætir presta og sýslumanna. Niðjar séra Hjörleifs hafa margir orðið þekktir menn í íslenzku þjóðlífi. Þórarinn á Tjörn var gagnfræðingur frá Akureyrarskóla (1905). Sam- ferða honum þar voru menn eins og Jónas Jónsson frá Hriflu, Snorri Sig- fússon og Þorsteinn M. Jónsson. Þórarinn lét félagsmál mikið til sín taka. Hann sat lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd, var hreppstjóri frá 1929 til æviloka. Hann átti og mjög lengi sæti í stjórn KEA og Menningarsjóðs þess félags. Þá var hann kennari í sveit sinni frá 1909-1955. Er þó hér ekki talið nærri allt trúnaðarstarfa hans. Sigrún á Tjörn hafði numið í kvenna- skóla tvo vetur á Akureyri á æskualdri og dvalizt síðan í Reykjavík við hannyrðir. Hún var mikilhæf og vinsæl húsfreyja. Kristján var næstelztur fjögurra systkina. Elin eru: Þorbjörg, húsfreyja í Reykjavík, Hjörtur, búvísindamaður og bóndi á Tjörn, og Petrína, hús- freyja á Akureyri. Kristján ólst upp á Tjörn við mikið ástríki foreldra og frændfólks, en gekk snemma að ýmsum störfum, sem títt hefur verið um íslenzk börn í sveit og við sjó. Hann fór ungur til náms á Akureyri, eins og fyrr segir. Sigurður skólameistari veitti því snemma athygli og lá ekki á því, fremur en öðru því, sem honum var hugleikið, að óvenju margt vænlegra ungmenna kom í skóla hans úr Svarfaðardal. Ekki setti dalurinn ofan í augurn skólameist- ara við komu Kristjáns í skólann, enda varð brátt ljóst, að Kristján var ágætum hæfileikum og al'hliða námsgáfum gæddur. Mest bar þó frá, hversu hagur hann var á íslenzkt mál og næmur á erlendar tungur. Þegar fram í sótti, mátti vart á milli sjá, hvort honum lét betur að nema íslenzku, Is- landssögu, latínu eða ensku. A skólanámi hafði hann örugg tök, þó án allra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.