Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 10

Andvari - 01.01.1983, Page 10
8 BJARNI VILHJÁLMSSON ANDVARI erfiðismuna, enda fór saman trútt minni, hugkvæmni og glöggur skiln- ingur. Allt frá upphafi naut hann sérlega mikillar hylli félaga sinna og bekkjarsystkina. Hann var manna prúðastur í háttum, glaður í vinahópi á góðum stundum og hafði þá oft á hraðbergi létt gamanmál, en manna tillögubeztur, ef vanda bar að höndum. Stúdentsprófi lauk hann með mjög hárri fyrstu einkunn, næstyngstur 19 bekkjarsystkina, og var hið yngsta þó aðeins níu dögum yngra en hann. En miseldri var þá meira með menntaskólanemum, a. m. k. á Akureyri, en nú tíðkast, enda sundurleitur undirbúningur manna undir skóla í þá daga. Elaustið 1936 sigldi Kristján til Kaupmannahafnar og lagði fyrst í stað stund á ensku og latínu við Hafnarháskóla. Brátt hvarf hann þó frá því námi, en sneri sér þess í stað að fornleifafræði. Sumarið 1937 dvaldist hann í Grænlandi og vann með dönskum fornleifafræðingum að uppgrefti rústa í hinum fomu íslendingabyggðum þar. Enn betur bar þó í veiði sumarið 1939, þegar norrænir fornleifafræðingar í samvinnu við Þjóðminjasafnið gerðu að frumkvæði Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar út sameigin- legan leiðangur til rannsókna og uppgraftar fornra minja í Þjórsárdal, sem legið hafði orpinn vikri og foksandi frá því skömmu eftir 1100. Það féll í hlut Kristjáns að vinna um sumarið að uppgrefti hinna fornu rústa í Stöng undir umsjón danska fornleifafræðingsins Aage Roussells. Þessi rannsókn í Þjórsárdal er talin marka tímamót í íslenzkum fornleifarannsóknum. Heimsstyrjöldin hatt svo enda á frekara nám Kristjáns í Kaupmanna- höfn. Hafði hann þó lokið þar fyrrihlutaprófi í fornleifafræði. Kaupmanna- hafnardvölin og þær fornleifarannsóknir, sem hann tók þátt í á námsárum sínum, hafa vafalaust víkkað mjög sjónhring 'hans, enda minntist hann síðar þessa tímabils með mikilli ánægju. Eins og bæði fyrr og síðar var þá talsverð Islendinganýlenda í Kaupmannahöfn. Elaustið 1939 gerðist Kristján kennari við Menntaskólann á Akureyri. Gegndi hann því starfi tvo vetur, en hóf síðan nám í íslenzkum fræðum í Reykjavík og lauk þar meistaraprófi (mag. art.) 1944. Kom nú í góðar þarfir nám hans í fornleifafræði, því að kjörgrein hans var Islandssaga. Ejallaði meistaraprófsritgerð hans um minjar úr heiðnum sið á Islandi. Síðar átti hann eftir að gera því efni fyllri skil. Jafnframt náminu og nokkru lengur kenndi hann við Styrimannaskólann, og minntist hann stundum síðar þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.