Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 18

Andvari - 01.01.1983, Síða 18
16 BJARNI VILHjALMSSON ANDVAIU forseti með miklum meirihluta atkvæða í öllum kjördæmum. Þó að hafðar séu í huga miklar vinsældir Kristjáns, varð ósigur Gunnars enn meiri en við rnátti búast, því að áhi;if Gunnars og vinsældir náðu hæði fyrr og síðar út fyrir hans stjórnmálaflokk. Sagnfræðingar framtíðarinnar rnunu vafalaust leita skýringar á því mikla afhroði, sem Gunnar galt í þessum kosningum, og áhrifum úrslita þeirra á stjórnmálaferil Gunnars síðar. Hér skal þó nefnt tvennt, sem var Gunnari fjötur um fót í kosningabaráttunni. Þótt undarlega hljómi, varðaði hvort tveggja hina vinsælu og glæsilegu tengda- foreldra hans. Annað var, að ýmsum fannst, að forsetaembættið væri farið að ganga að erfðum, ef Gunnar næði kjöri. Hitt mun þó hafa verið enn örlagaríkara, að margir sjálfstæðismenn og þar á meðal ýmsir áhrifamenn flokksins höfðu ekki fyrirgefið Gunnari það, að hann vann ötullega að kjöri Ásgeirs Ásgeirssonar 1952 og gekk þannig í berhögg við flokkssamþykkt um stuðning við kjör séra Bjarna Jónssonar. Dr. Gunnar duldi það aldrei, að honum urðu kosningaúrslitin 1968 sár vonbrigði, en hins er einnig að geta, að hann varð drengilega við ósigri sínum. Hann átti enn fyrir hönd- um alllangan stjórnmálaferil og stundum sviptingasaman. Suinum fannst Gunnar rísa hæst, er hann sagði af sér virðulegu embætti hæstaréttardóm- ara og haslaði sér völl að nýju á vettvangi stjórnmálanna. Otvírætt er, að stjórnarmyndun hans 1979 mæltist víða vel fyrir, svo að vinsældir hans urðu ekki í annan tíma meiri á síðari árum, þó að hann nyti þar stuðnings tiltölulega fárra flokksbræðra sinna á Alþingi. Þingmeirihluti þessarar stjórnar Gunnars varð þó bagalega lítill, þegar leið á kjörtímabilið. Sagan á svo eftir að leggja sinn dóm á, hvert hlutfall varð milli fyrirætlana og fram- kvæmda þessarar óvenjulega samsettu ríkisstjórnar. Störf Kristjáns sem forseta íslands hafa hlotið einróma lof. Öll fram- koma þeirra hjóna heima jafnt sem heiman auðkenndist af eðlislægri ljúf- mennsku, en jafnframt tildurslausum virðuleika. Fyrir hádegi var Kristján á skrifstofu sinni, fyrstu árin í Alþingishúsinu, en síðan í Stjórnarráðinu, og hafði þar viðtalstíma, þegar hann átti ekki öðrum skyldum að gegna. Komu þar margir að máli við hann, fólk af öllum stéttum, víðs vegar að og í ýmsum erindagerðum. Síðdegis lágu svo oft fyrir margvísleg embættis- störf heinia á Bessastöðum, í Reykjavík eða jafnvel á fjarlægari stöðum. Því fór þessvegna fjarri, að hann einangraðist í hinu virðulega embætti sínu. Vitnað skal hér til orða dr. Jónasar Kristjánssonar í eftirmælum hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.