Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 22

Andvari - 01.01.1983, Page 22
20 BJARNI VILHJÁLMSSON ANDVARI arnir voru. Venjulega er þessu þveröfugt farið um þjóðflutninga. Snemma hófust átök milli lands og þjóðar, ef svo mætti að orði kveða. Það þurfti hörku til að sækja lífsviðurværi sitt í greipar náttúrunnar, og þjóðin fór illa með land sitt, af því að hún vissi hvorki betur né gat, en landið launaði líku líkt og átti það til að vera harðleikið við þjóðina. Þetta þrátefli hélzt um aldir, og veitti ýmsum betur. En þegar á heildina er lidð, er það heill- andi og lærdómsrík saga, hvernig þjóðinni tókst að lifa hér lífi sínu innan þeirra takmarka, sem landið sjálft markaði henni á aðra hönd og heldur frumstæð verkmenning hennar á hina. Að ógleymdu misgóðu stjórnarfari hlaut þetta tvennt að skera henni stakk, og hann var að vísu þröngur, en þó aldrei svo, að hún yrði að kosta öllu lífsmagni sínu til að áfla hrýnustu lífs- nauðsynja. Þrátt fyrir allt hafði hún þá orku aflögu að geta varðveitt og ávaxtað þá andlegu menningu, sem landnámsmenn fluttu með sér hingað að stofni til og verið hefur hakhjallur þjóðarinnar jafnan, og tekið við nýrri. Stundum hefur verið sagt, að lslendingar fyrr á tíð hafi aldrei lært að lifa í sátt við landið sitt. Ef til vill má eins vel svo að orði komast, að þeir 'hafi aldrei beygt sig svo mjög fyrir því harðdræga í náttúruskilyrðum þess, að þeir þar fyrir seldu af höndum sér viðleitnina til andlegs lífs. Og lífs komst þjóðin af, og ásamt með lífi sínu bjargaði hún þeim verðmætum, sem vér viljum nú bezt að hlúa á nýjum og gjörólíkum tímum. Saga íslenzku þjóðarinnar fyrir tækniöld sýnir, að hér á landi gat til- tekinn hámarksfjöldi fólks lifað við lífsstig frumbúskapar, að vísu við fátækleg ytri kjör, en þó við töluverða andlega menningu, og vann stund- um afrek í þeim efnum. Þetta var hægt í þessu norðlæga landi. En það er ekkert svar við þeirn efasemdum, sem fólust í þeim ummælum, sem ég nefndi áður. Kröfurnar til lífsins í þjóðfélagi frumhúskapar eru svo gjör- ólíkar þeim kröfum, sem nútímaþjóðfélag gerir, að samanburður hefur takmarkað gildi. Landið er enn hið sama og áður var, á sömu norðurslóð- um, en nú verður það að standa undir margfalt meira til þess, að þjóðin nái þvi markmiði, sem hún ætlar sér, að lifa hér í nútíma velmegunarþjóð- félagi. En síðustu áratugir hafa sýnt og sannað, að einnig þetta er hægt. Elin miklu vísindi og tækni nútímans hafa fengið oss í hendur þau tæki, sem megnuðu að rjúfa hinn þrönga hring, sem lega og náttúra landsins mörkuðu allri framvindu áður fyrr. Þjóðin hefur náð áður óþekktu valdi yfir auðlindum lands og sjávar og sótt á öllum sviðum kappsanrlega fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.