Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 32

Andvari - 01.01.1983, Page 32
30 BJARNI VILHJÁLMSSON ANDVAIU Góði vinur og bökkjarbróðir, Til þ ess að það standi einhvers staðar svart á hvítu sendi ég þér þetta þakkarbréf fyrir þinn mikla þátt í bókinni Minjar og menntir. Eg vona, að ég sé maður til að kunna að meta þá vinsemd og þann heiður sem mér var sýndur með því að gefa þetta veglega rit út. Ég er búinn að kynna mér ritið allrækilega og mér finnst það framúrskarandi gott. Innihaldið er í jafn- vægi við glæsilegt útlit bókarinnar. Enn á ég eftir að lesa betur, en víst mun ég oft grípa til bókarinnar til frekari viðkynningar á komandi árum. Um grein sjálfs þín þarf ég ekki að orðlengja: ég held að allir muni fallast á að þú hefur þar komist að réttri niðurstöðu. Sem betur fer mun ég halda áhuga mínum á orðum og orðasamböndum málsins. Satt að segja held ég að mér þyki alltaf meira og meira gaman að lífi málsins eftir því sem lengra líður á ævina. Ég vorkenni oft þeim sem ekkert gaman hafa af orði og máli. En ætli þeir hafi þá ekki yndi af ýmsu sem mér er framandi. Ég kveð þig með vinsemd og góðum óskurn til þín og fjöiskyldunnar. Þinn einlægur Kristján Eldjárn. jón Árnason hugsaði sér um eitt skeið að velja sem ,,einkunn“ (mottó) á titilblaði 'fyrir þjóðsagnaútgáfu sinni málshættina eða ,,sannmælin“, eins og hann kallaði þá sjálfur, ,Því áttu svo fátt, að þú nýttir ei smátt* og ,Allt verður nýtnum að nokkru.' Ég minnist þess, að fyrir nákvæmlega aldar- fjórðungi, þegar við Árni Böðvarsson vorum að ganga frá V. bindi af útgáfu okkar af þjóðsögunum, færði ég þetta atriði í tal við Kristján. En hann sagði af bragði: , Já það má nú segja; þetta eru sannmæli." Það var ekki heldur alltaf hið stærsta og fyrirferðarmesta meðal forn- leifanna, sem Kristján kaus að rannsaka nákvæmlega og fræða lesendur um í greinum sínum. Skal nú nefnt eitt nýlegt dæmi þess. Elér að framan er drepið lítið eitt á Papeyjarrannsókn Kristjáns. I fær- eysku tímariti (Fróðskaparrit, 28. og 29. bók, Tórshavn 1981) birti hann ritgerð, sem nefnist Papeyjardýrið. Þar gerir hann fræðilega grein fyrir mynd á litlum hlut (einna helzt líkum örlítilli sökku, jafnvel barnaleik- fangi), sem fannst við uppgröft í Papey. Myndin sver sig greinilega í ætt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.