Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 39

Andvari - 01.01.1983, Side 39
ANDVARI UM VARÐVEIZLU HINS FORNA MENNINGARARFS 37 er aðeins stuðzt við fáeina kafla sögu hans, og Skáld-Helga-rímur, reistar á glataðri sögu, eru einar sinnar tegundar. Um Skáld-Helgarímur er það athyglis- vert, að sögusviðið er þar einkum á Grænlandi. Lygisögurnar eru ekki allar af íslenzkum uppruna né heldur er efni þeirra íslenzkt; sumar eru erlendar, eink- um franskar, riddarasögur. í þeim flokki eru rímur af Arthur konungi (ein gerð Skikkjurímna); fernar rímur, er tilheyra Karla-Magnúsarsögunum, eru Landrésrímur, rímur af heimsókn Karlamagnúsar og manna hans til Miklagarðs, rímur af viðureign Rollants og Vernagus og rímur af Rúnisvallsbardaga. Sagan af fjórum sonum Ámunda, sem ennfremur er sögð í Mágusrímum og er síðari viðbót í Mágussögu, er uppistaðan í efni Geirarðsrímna. Af marg- víslegum miðaldasögnum er kunnust sögnin um Virgil í gervi töframanns. Þótt yrkisefni yrðu fjölbreyttari eftir 1600 og það ekki ætíð til hins betra, voru eldri yrkisefnin jafnkær eftir sem áður. Á tímabilinu 1600-1800 var að minnsta kosti 50 lygisögum snúið í rímur. Sögur af frægum Islendingum voru þó ekki vanræktar; þess háttar rímur eru um 20. í færri, eða líklega í um 10 alls, lýtur efnið að Noregi og er einkum sótt í sögur eða styttri frásagn- ir, sem lítill eða enginn sagnfræðilegur fótur er fyrir. Af efni utan Norðurlanda urðu a. m. k. 30 riddarasögur og aðrar sagnir rímnaskáldunum að nýju yrkis- efni. Sumt hið bezta af þessu tagi voru sagnir af Karlamagnúsi og köppum hans. Höfuðskáld í þessum efnisflokki var sá merkilegi maður Guðmundur Bergþórsson, krypplingur allt frá fjögurra ára aldri, er gat ekki gengið og fékk einungis neytt vinstri handarinnar til skrifta. Sautján ára gamall og þá þegar orðinn höfundur margra rímnaflokka veitti hann því athygli, hve fátt fyrri skáld höfðu enn ort um þetta efni. Til þess nú að bæta úr þessu tók hann öllum öðrum fram og endursagði 1680 allan sagnabálkinn af Ogier le Danois eða Olgeiri danska, eins og hann nefndi hann, 60 rímur, en jók síðan við 8 um Otúel og löngu síðar (1701) 24 rímum um Fíerabras. Rímnaskáldunum urðu einnig drjúg til fanga margar sagnir og bókmennta- verk, er kunn höfðu verið nokkrar aldir í Evrópu eða voru ný af nálinni í hin- um yngri bókmenntum. Hér er um margvíslegan skáldskap að ræða og frá ýmsum tímum. Þar eru meira að segja fáein dæmi úr sagnaheimi eða sögu Grikkja og Rómverja, og fyrir atbeina Guðbrands biskups Þorlákssonar var gerð tilraun til að snúa sumum bókum biblíunnar í rímur og tefla þeim fram gegn hinum venjulegu rímum og vinsældum þeirra. í hinni guðrækilegu Vísna- bók 1612 eru rímur af Ruth, Judith, Esther og Tobía, allar ortar á einföldu máli undir Iéttum bragarháttum, auk Syrachsrímna, er hossa hátt í þúsund erindi. Síðar var ort út af að minnsta kosti tuttugu efnum til viðbótar, teknum úr heilagri ritningu.“ Rímnaskáldin héldu þannig áfram að yrkja nær einvörðungu út af fortíðar- efnum, en af því hlauzt, að vitneskja um fyrri tíðar bókmenntir bæði íslend- tnga og annarra lifði áfram og það í þekkilegum búningi.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.