Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 41

Andvari - 01.01.1983, Side 41
ANDVARI UM VARÐVEIZLU HINS FORNA MENNINGARARFS 39 saga Ólafs Tryggvasonar eða Ólafs helga, voru menn ómyrkir í máli um grimmd konunganna við þá, er vildu ekki láta kristnast í einni svipan. Umræður þessar voru þjálfun í skarpri hugsun. En mikilsverðastar voru þær fyrir þá sök, að þær gerðu hverjum einstökum kleift að tileinka sér rækilega efni sagnanna. Þeim, sem lesa sögurnar sjaldan og sökkva sér ekki niður í þær, veitist erfitt að gera sér í hugarlund, hve lifandi sögupersónurnar gátu orðið fyrir mönnum með þessum hætti. lslenzkir bændur lásu sömu bókina upp aftur og aftur. Þeir fundu til með sögupersónunum og þekktu þær eins og nákomnustu vini sína. Sagnalesturinn hefur verið góður íslenzkur þjóðskóli.“ Nú verður vikið að öðru efni. Það er ekki ætlun mín að rekja hér þátt slíkra manna sem Arngríms lærða og Árna Magnússonar í varðveizlu og kynningu menningararfsins. Hann er auðvitað ómetanlegur. Við það að greiða annarra þjóða mönnum aðgang að hinum fornu heimildum tókst sú samvinna milli erlendra og íslenzkra fræði- manna, er enn stendur og orðið hefur mjög affarasæl. Af þeirri samvinnu hafa sprottið óteljandi útgáfur og fræðirit, sem Islendingar heima fyrir hafa kunnað vel að meta og leitt hafa til aukinna kynna þeirra af hinum fornu bókmennt- um. Má þar nefna sem dæmi, hve margir íslendingar urðu til að gerast áskrif- endur að útgáfum Fornfræðafélagsins á fyrstu árum þess á 19. öld. íslenzkir áskrifendur voru þar hlutfallslega langflestir. íslenzkir fræðimenn létu ekki þá - fremur en bæði fyrr og síðar - sinn hlut eftir liggja, og skal hér einungis vikið að einum þeirra og sýnt með fáein- um dæmum, hversu hann ávaxtaði miðaldaarfinn í nýjum verkum, sem síðan hafa lifað góðu lífi með þjóðinni. Sveinbjörn Egilsson fæddist 1791, lauk guðfræðiprófi við Hafnarháskóla í janúar 1819 og gerðist þá um vorið grískukennari við Bessastaðaskóla. Hann hafði á námsárum sínum í Kaupmannahöfn unnið nokkuð að útgáfu Sturlungu, og að loknu námi, meðan hann beið þess að komast heim til íslands, hneigð- ist hann að frekari fornfræðaiðkunum, eins og fram kemur í bréfi hans til Rasmusar Rasks 18. apríl 1819, þar sem hann segir m.a.: ,,í vetur hefi ég verið að samanlesa Jónsbók (lögin) uppá turni, því hún á að prentast heima, og þar með verið að lesa sögur mér til dægrastyttingar, milli þess ég hefi borið við að kenna hér dálítið af íslenzku og grísku. Hvorki hafa bitið mig hér slys eða vanheilindi nema heimfýsi nokkur nú eftir hálft fimmta ár.“ Þremur árum síðar kemst hann svo að orði í bréfi til Bjarna Thorsteins- sonar 21. marz 1822: „Ég lifi og hefi lifað, síðan ég flutti hingað af Regentsi, eins og ég lifði þar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.