Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 57

Andvari - 01.01.1983, Side 57
ANDVARI „ÁÐUR MANSTU UNNI EG MEY“ 55 tíðrætt um. Það var heimspekingurinn Suren Kierkegaard. Undanfarin ár hafði nafn hans verið á hvers manns vörum, og sú var ástæðan, að Kierkegaard hafði trúlofazt ungri stúlku, Reginu Olsen að nafni, en á 3. degi eftir trúlofunina varð honum Ijóst, að hann hafði farið villur vegar, og eftir mikið sálarstríð knúði hann fram trúlofunarslit, enda þótt hann ynni henni hugástum. Þetta gerðist sumarið 1841 um það leyti, sem Kierkegaard lauk háskólanámi. Regina Olsen hvarf ekki úr huga Kierkegaards, þó að trúlofuninni væri slitið. Hann gerðist mikilvirkur rithöfundur, og aftur og aftur rifjuðust þessir atburðir upp fyrir honum. Árið 1843 kom út bókin Endurtekningin (Gentagelsen). Þar segir á einum stað: ,,Stúlkan, sem hann elskaði, var honum þegar allt að því til ama. Og þó elskaði hann hana, hún var hin eina, sem hann hafði elskað, hin eina, sem hann mundi nokkurn tímann elska. Og þó elskaði hann hana ekki, því hann þráði hana aðeins. Sjálfur tók hann undarlegri og raunar ótrú- legri breytingu, meðan á þessu stóð. Hann fór að yrkja. Nú skildi ég allt betur. Unga stúlkan var ekki ástmey hans. Hún var tilefnið, sem vakti skáldeðlið í honum og gerði hann að skáldi. Því gat hann einungis elskað hana, aldrei gleymt henni og aldrei elskað nokkra aðra, og þó aðeins þráð hana um allan aldur. Hún var hluti af honum sjálfum, minningin um hana var fersk um alla eilífð. Hún hafði verið honum mikils virði, hún hafði gert hann að skáldi, og einmitt með því hafði hún kveðið upp dauðadóminn yfir sjálfri sér.“14 í hugarheimi Gísla Brynjúlfssonar urðu einnig veðrabrigði. Hann tekur að fást við skáldskap, og dagbókarbrotin bera með sér, að heimstregi í anda Byrons er honum ofarlega í huga og hann drekkur í sig bókmennta- og heimspekiumræður, sem hæst ber á líðandi stund. En nú víkur sögunni aftur heim til Islands. Steingrímur biskup Jóns- son andaðist 14. júní 1845, og Helgi G. Thordersen dómkirkjuprestur var valinn biskup yfir íslandi í hans stað og varð að sigla til Kaupmannahafnar til að taka vígslu. Hinn 5. marz 1846 eru hann og Ástríður dóttir hans skráð í vegabréfabókina á förum til Kaupmannahafnar.15 Segir ekki af ferð þeirra, en þegar til Kaupmannahafnar kom, veiktist biskupsefnið af mislingum, og af þeim ástæðum dróst vígslan á langinn, fór ekki fram fyrr en 5. júlí 1846. Svip- aða sögu er að segja af þeim Gísla Brynjúlfssyni og Jónasi Guðmundssyni. Þeir veiktust báðir og gátu ekki þreytt annað lærdómspróf á tilsettum tíma.16 Kvæðabrot og dagbókin eru helztu heimildirnar um endurfundi þeirra Ástríðar og Gísla. Hinn 3. maí skrifar hann í dagbókina á þessa leið: „Hann hafði elskað stúlku og elskað hana heitt, hafði skilið við hana, sá hana aftur, og unni henni ekki lengur. Kunningjar hans voru að gamni sínu að glettast við hann og spyrja hann, hvört hann ekki væri hræddur um unnustu sína, þegar aðrir væru með henni. . . Einn dag, það var 2an maí, sagði hann við mig: Vinur minn! Eg veit þú lengi hefur séð inn í hjarta mitt, og eg veit þú skilur mig og því segi eg þér frá efnum mínum. Eg ann ei lengur unnustu minni, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.