Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 60

Andvari - 01.01.1983, Síða 60
58 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Það, sem áður unni eg, er mér nú til kvalar, einhver rödd því undarleg innst í sálu talarr' Enn skýrar kemst Gísli að orði í kvæði, sem hann yrkir til séra Jóns Norð- manns Jónssonar, sem þá var prestur í Grímsey, þar sem hann greinir frá þeirri lífsreynslu, sem hann hefir orðið fyrir, og í því eru þessi erindi: Áður manstu unni eg mey einni og sór að gleyma ei, bláum augum baugagnár - blessuð vættu hvarma tár. Ástin hvarf í ævistraum, og eg minnist sem í draum, sælu, er burtu fló mér frá svo framar aldrei líta már8 Grímur Thomsen gleymdi ekki gömlum skjólstæðingi, þó að margt bæri fyrir augu á ferðum hans um álfuna. Hann skrifaði Brynjólfi Péturssyni frá París í nóvember 1846 og spurði: „Hvað líður biskupinum okkar og dóttur- inni hans?“29 Brynjólfur svaraði honum 6. desember 1846 og sagði honum, að Helgi biskup lifði eins og blóm í eggi og væri fluttur í Laugarnes. „Dóttur hans hef eg hvorki heyrt getið að góðu né illu, en hræddur eg er um, að Actier hennar standi ekki mjög hátt þar, sem þær voru áður ,,ubetalelige““.30 Ekki er að efa, að Brynjólfi hefir þá þegar skilizt, að Gísli væri orðinn Ástríði af- huga. Grímur Thomsen víkur aftur að Gísla í bréfi, sem hann skrifar Brynjólfi 4. janúar 1847, og segir: „Aprópos, hverninn lifir Gísli litli Brynjólfsson, hvað heldurðu hann eigi mörg stadia romantica, ideologica, lyrica, amorosa og hvað margar fatasniðs epocher eftir, áður hann hann kemst á leiðina að verða kall- maður?“31 Eitt er víst, að á þessum árum tók Gísli miklum framförum sem skáld, því að síðast í febrúar lýkur hann við að yrkja eitt sitt bezta og frægastfr kvæði, Grát Jakobs yfir Rakel. I því blandast saman tregi horfinnar ástar á Ástríði Helgadóttur og þær tilfinningar, sem gyðingastúlkan hafði vakið. Brátt var hann með annað mikið kvæði í smíðum, sem fjallaði um ástamál hans og Ást- ríðar, og vinir hans voru ekki í vafa um, við hvað hann átti, og kemur það fram í bréfum þeirra til Gísla. Þetta er kvæðið Faraldur, sem Gísli hóf að kveða seint á árinu 1846, mest af því var ort á árinu 1847, en í apríl 1848 lauk hann því og prentaði bæði kvæðin í Norðurfara 1848. Þann þátt kvæðis- ins, sem fjallar um hann og Ástríði, kallar Gísli sakakaflann, og eru það 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.