Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 63

Andvari - 01.01.1983, Side 63
ANDVARI „AÐUR manstu UNNI EG MEY" 61 stefið sem gengur í gegnum Ijóð hans frd þessum tíma. Hinn 7. janúar 1848 fór hann í óperuna og varð starsýnt á dökkeyga ítalska söngkonu, en skrifar svo í dagbókina: „eg hefi séð eins fögur, eg vil ei segja fegri, augu. Pau voru dökkblá og djúp og án efa tryggari. En það er horfið, allt er horfið, dauði, tilfinningarleysi, auðna og tóm!“',:i Hinn 24. febrúar er Gísli að lesa Hamlet, og Ofelía kallar fram minninguna um Ástríði, „hún var eins, svo einlæg og trygg og drenglynd, og þó hún alltaf væri hrein af mér, þá vissi eg þó vel, að hún líka var kvenmaður, veik og blíð, ó, ekkert faðmlag var heitara né inni- legra en hennar. . . Mig dreymdi Ástríði í nótt, hún var gift einhverjum manni, en hún var ei sæl, hún unni honum ekki, og hún hné í faðm minn og grét.“'14 Um þetta leyti orti Gísli kvæðið Nú eru liðin tvisvar tíu, en þar kveður hann t. a. m. þetta: Mína sjálfur myrkvað sunnu mest eg hef og ævistig — þeirra, sem mér áður unnu, enginn hirðir nú um mig. Og þú, sem ást um æsku mína ólst, hin fyrsta staka mærl eitrað hef eg æsku þína - of um stund eg var þér kærd" Kvæðinu lýkur á því, að hann segist munu blessa minningu hennar, á meðan hjarta hans slái. Endurminningarnar kvöddu sér einnig hljóðs á annan hátt. í dagbókarbrotum hans er nafnlaus frásögn, sem erfitt er að átta sig á, hvort hefir átt að verða saga eða eitthvað í þá veru, en er í rauninni bergmál af því, sem hann skrifaði Grími Thomsen og Brynjólfi Snorrasyni um samveru sína og Ástríðar. Frásögnin hefst með þessum orðum: „Það var um vorið 1844, að veður var gott og blítt, vorið var svo fagurt, túnin græn og blómleg og öll blóm voru að opna blómknappa sína fyrir sólargeislunum, vorblíðan vakti unan og gleði í brjósti hvörrar skepnu, jörðin var gul af fíflum og sóleyjum, og hin litlu, bláu blóm, sem kölluð eru „gleym mér ei“ eða „mundu mig“ spruttu svo nærri lautum eins og þau vildu kalla elskendur til sín og bjóða þeim að grænum brekkuhlíðum og biðja þau að gleyma ei hvort öðru, þá sátu inni í húsi tvær ungar stúlkur og unglingur einn;“ . . .40 Ekki þarf að fara í grafgötur um það, að hann er að lýsa Ástríði, þegar hann segir: „hún var meðalkona að hæð, grönn og ágætlega vel vaxin, bleik- rjóð í kinnum, en þó fagurlituð, ennið hátt og hreint, varirnar rósrauðar og svo blómlegar eins og smá rósaandar léku sér á og í kringum þær, og augun dökkblá hin fegurstu, sem orðið geta, skinu eins og blíðskærar stjörnur undir léttum fagurhvelfdum augnabrúnum, óútmálanleg blíða og dýpt var í þeim, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.