Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 80

Andvari - 01.01.1983, Page 80
78 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI yfirleitt. Hvaða leið á að fara í þessum alkunnugt val að ræða, en ekki síður efnum? Leið samninga eða lögfestingar vandasamt. eða einhverja millileið? Hér er um gam- Samningareglan Það er talin grundvailarregla í ís- ienzku stjórnarfari, að kaup og kjör skuli ákveðin með frjálsum samningum mifli félaga launafólks og vinnuveit- enda. Á síðustu áratugum hefur þróun löggjafar einmitt legið í þá átt að gera þessa reglu víðtækari. Að formi til má heita, að hún nái til alls vinnumarkað- arins. Það er næsta mótsagnarkennt, að á sama tíma og þessi þróun í átt til stöðugt almennari samningsréttar hefur orðið í almennri löggjöf um meðferð kjaramála, hefur íhlutun löggjafarvalds- ins um kaup og kjör verið mikil og far- ið vaxandi. Þannig hefur á síðustu ár- um hvað eftir annað verið hlutazt til um greiðslu verðbóta á laun fyrir allan vinnumarkaðinn og reyndar einnig um ákvörðun grunnlauna, þótt það hafi verið sjaldnar. Ríkisvaldið hefur í vaxandi mæli hlutazt til um ákvarðanir um kaup og kjör fyrst og fremst í því skyni að and- æfa gegn verðbólgu, en í áranna rás hafa margvísleg önnur sjónarmið og hagsmunir tengzt þessari tilhögun. Slík íhlutun hefur oft vakið upp rnikla úfa í samskiptum ríkisins og aðilanna á vinnumarkaðnum og þeirra á milii inn- byrðis. Því má einnig halda iram, að sú áherzla á aðgerðir á sviði tekju- og verðlagsmála, sem einkennt iiefur stjórn íslenzkra efnahagsmála um langt ára- bil, hafi orðið til þess, að minna hafi verið skeytt en æskilegt væri um að beita aðhaldssömum aðgerðum á sviði ríkisfjármála, gengis- og lánamála ti! þess að hamla gegn verðbólgu og tryggja jafnvægi í viðskiptum við önn- ur lönd. Þetta er vissulega íhugunarefni. Ihlutun ríkisvaldsins um gerð kjara- samninga kann að hafa veikt það sam- band, sem einna mikilvægast er í öllum fjárhagsmálefnum: að saman fari ákvörðun og ábyrgð. Æskilegt væri að Ikoma á skýrari skiptingu verka og á- byrgðar í þessum efnum og forðast það, sem við hefur viljað brenna, að velvilj- uð afskipti ríkisins endi í ófarnaði. Allt má þetta til sanns vegar færa, en hitt vill stundum gleymast í umræðum um þetta mál, að verðbótakerfi launa er ekki að formi lögþvingað. Samkvæmt gild- andi lögum er aðilum heimilt að semja um annað, þótt á það ákvæði hafi lítið reynt. Þessi staðreynd sýnir hins vegar, ef til vill, hversu lítils formbreytingar einar mega sín. Eins og nú er ástatt, er fyrst og fremst þörf fyrir einbeittar á- kvarðanir um efnisatriði í efnahagsmál- um. Vissulega kann að vera ástæða til að endurskoða formgerð og farvegi tekju- og verðákvarðana og freista þess að bæta þá. Slík endurskoðun og skipu- lagsbreyting í kjölfar hennar er hins vegar mál, sem tekur lengri tíma en nú er til stefnu við val áhrifaríkra ráða í efnahagsmálum. Mér segir hugur um, að á þessu sviði gildi það, sem Alex- ander Pope segir í Tilraun um mann- inn og )ón Þorláksson á Bægisá þýddi svo: „Hver bezta stjórnar-aðferð er?-/ um það lát dára þrátta frí./ Hún er æ bezt, sem bezt fram fer, / bera kann enginn móti því.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.