Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 83

Andvari - 01.01.1983, Síða 83
ANDVARI 81 EFNAHAGUR I ÖLDUDAL ekki orðið og greiðslubyrði hús'byggj- enda af þeim sökum reynzt alltof þung í mörgum dæmum. Að þessum leið- réttingum gerðum ætti að haga vaxta- ákvörðunum í samræmi við meg- instefnu gildandi laga, þótt ef til vill þurfi að huga að ýmsum tæknilegum atriðum í lánskjörum. Við ríkjandi að- stæður er vaxtalækkun óráðleg, ekki sízt vegna þess hve brýn þörf er á að efla peningalegan sparnað. Reyndar eru raunvextir óverðtryggðra inn- og út- lána nú rneð lægsta móti, og verður að snúa af þeirri braut. Þegar verðbólga fer að hjaðna, munu vextir fara lækkandi. A því kann því miður að verða nokkur bið, en biðlundar er nú þörf. Eins og málum er komið, er ákaf- lega brýnt að reyna að skapa festu í verðlags- og launamálum eitt til tvö ár fram í tímann. Hvort um þetta gætu tekizt samningar að einhverju eða öllu leyti, treysti ég mér ek'ki til að spá, en brýnt er, að stefnubreyting verði. Ef ráðstafanir af þessu tæi eiga að skila árangri, er nauðsynlegt að setja mörkin fyrir breytingar peningalauna verulega neðan við orðna hækkun verð- lags á næstliðnum þremur mánuðum. Munur á verð- og kauphækkun yrði mestur fyrst, en færi smám saman minnkandi, ef ráðstafanirnar heppnast. Ráðstafanir sem þessar hlytu því að skerða kaupmátt. í þessu sambandi yrði þó jafnframt að meta mildandi áhrif skattívilnana og barnabóta, sem ákveðn- ar væru samtímis, svo og vægari greiðslukjör íbúðalána, en hvort tveggja gæti hlíft kjörum þeirra, sem hafa þunga framfærslubyrði. Meira máli kynni þó að skipta sá ávinningur, sem hjöðnun verðbólgu færir, hvað varðar atvinnu- öryggi og afkomu. Hár kaupmáttur kauptaxta kemur þeim að litlu haldi, sem halda ekki vinnunni. Þótt draga muni að óbreyttu verulega úr kaupgetu á þessu ári, er enn á það að líta, að sá afturkippur, sem þegar má heita ráðinn, svarar ekki til fulls til samdráttar þjóð- artekna að undanförnu og enn er þörf á að draga úr viðskiptahalla. Ástæða virð- ist því til þess að miða kjaraákvarðanir við nokkru lægra kaupmáttarstig en þjóðhagsspáin síðasta sýnir. Ekki má líta á mörkin, sem sett væru fyrir mestu hækkun peningalauna, t. d. á ársfjórð- ungsfresti út árið 1984, sem skerðingar- ákvæði, því að það verður varla skert, sem ekki er til fyrir. Á þau ætti að líta sem tilraun til þess að breyta þeirri óhæfu aðferð í launamálum að stór- hækka laun að morgni, en láta allt verð- lag rjúka upp að sama skapi fyrir kvöld- ið. Enn hefur ekki fundizt á þessum vanda nein allsherjarlausn, en einhvers staðar þarf að byrja, og auðvitað þarf að gæta margs í framkvæmdinni. Eins og nú er komið, er vandséð, hvernig tryggja má hjöðnun verðbólgu og at- vinnuöryggi án íhlutunar í gildandi kjarasamninga og lög um kjara- og verð- lagsmál. Slík íhlutun kann að vera óum- flýjanleg til þess að koma í veg fyrir mjög alvarlega röskun á atvinnulífi og efnahag landsmanna. Að loknu tímabili viðnáms gegn verðbólgu og aðlögunar að breyttum högum þjóðarbúsins, þarf að endurbæta og færa í frjálslegra horf kerfi tekju- og verðákvarðana. Almenn stjórn gengis-, fjár- og peningamála ætti að jafnaði að mynda umgjörð þess- ara ákvarðana, en beina íhlutun ber að skoða sem neyðarúrræði. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.