Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 85

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 85
ANDVARI 83 EFNAHAGUR í ÖLDIIDAL sérhæfðu, opnu hagkerfi eins og því íslenzka eru erlendar lántökur eðlileg- ur þáttur í framförum í landinu og fram- kvæmdum þeirra vegna. íslendingar þurfa án efa á verulegum erlendum lánum að halda til þess að komast úr þeim vanda, sem nú steðjar að um sinn, og til þess að nýta þær auðlindir, sem bíða þess að verða nýttar og í eru fólg- in tækifæri til hagvaxtar í landinu. Gera þarf þá kröfu til þeirra fyrirtækja, sem undir erlendum lánum eiga að standa, að þau séu rekin á traustum grundvelli, en í því felst jafnframt, að almannavald- ið búi þeim eðlileg rekstrarskilyrði, þannig að sá fjárhagslegi sparnaður, sem endurgreiðsla lánanna hlýtur að byggj- ast á, geti myndazt. Takist að efla arð- bæra framleiðslu til útflutnings og glæða hagvöxt á nýjan leik, þurfa Is- lendingar ekki að bera kvíðboga fyrir greiðslubyrði erlendra lána. Vandinn er að efla innlendan sparnað og fram- leiðslu. Franifarir í atvinnumálum Þegar litið er yfir hagþróun síðustu tveggja áratuga, sést glöggt, að aftur- kippurinn í útflutnings- og þjóðartekj- um á síðastliðnu ári og því sem nú er að þriðjungi liðið er með þyngstu áföllum, sem þjóðarbúið hefur þolað á þessu tímabili. Reyndar voru árin 1980 og 1981 um eða neðan við meðallag um hagvöxt. Að nokkru er þetta torleiði af völdum erlendra hagsveiflna, sem hafa verið í lægð, eða skýrist af tímabundn- um atvikum, háum vöxtum á alþjóða- lánamarkaði og ónógri eftirspurn eftir framleiðsluvörum íslendinga. Margt bendir nú til, að sumir þessir orsaka- valdar muni færast til betri vegar á þessu og næsta ári. En afturkippur í hagvexti og viðskiptahalli á sér að nokkru leyti dýpri og varanlegri orsakir. Nægir að nefna takmarkanir á loðnu- veiði og aflatregðu á þorskveiðum bæði í fyrra og það sem af er þessu ári. Einn- ig má á það benda, að vaxandi þorsk- afli á árunum 1979-1981 gerði íslend- ingum kleift að halda furðu vel í horf- inu með hagvöxt, þótt viðskiptakjör færu versnandi einkum vegna hækkun- ar olíuverðs. Nú þegar afli dregst sam- an, kemur í ljós aðlögunarvandi vegna varanlega hærra orkuverðs í heiminum, vandi sem ekki hafði verið leystur hér- lendis. Að þessum takmörkunum verður þjóðarbúið að semja sig með samsvar- andi takmörkun á almennri innlendri eftirspurn og innflutningi. Þetta er þeim mun nauðsynlegra sem fyrirsjáanlegt er, að orkuframkvæmdir og nýiðnaðarfyrir- tæki munu leggja sérstaka byrði á við- skiptajöfnuðinn á næstu árum. Þá er þess að gæta, að íslendingar hafa nú um skeið notið þess, hversu gengi Bandaríkjadollars hefur verið hátt og raunar hærra en mörg almenn skilyrði teikna til. Af þessu hefur íslenzkur út- flutningur haft styrk, sem óvíst er hve lengi muni endast. Loks læðist að manni sá grunur, að hin mikla og rykkjótta verðbólga síðustu ára sé farin að draga vaxtarkraft úr þjóðarbúinu. Við þessum varanlega vanda þarf að snúast með við- eigandi hætti með varanlegum umbótum í efnahagsmálum til þess að leggja grunn að öflugu atvinnulífi og útflutningsstarf- semi. Það er því ákaflega mikilvægt, að samhliða nauðsynlegum viðnáms- og jafnvægisaðgerðum verði unnið að framfaramálum atvinnuveganna. En hvernig á íslenzk atvinnustefna að vera, til þess að „fjör megi færast í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.