Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 87

Andvari - 01.01.1983, Page 87
ANDVAHI EFNAHAGUR I ÖLDUDAL 85 um skerði beinlínis markaðsmöguleika mikiivægra útflutningsgreina. Atvinnu- greinar, sem njóta ekki verndaraðgerða, skaðast því ætíð bæði beint og óbeint af verndarráðstöfunum. Fríverzlunarstefnan hefur reynzt ís- lendingum vel. Það lýsti á sínum tíma mikilli víðsýni og framsýni af hálfu iðnrekenda að fallast á og taka þátt í gerð fríverzlunarsamnings við EFTA og EEC. Tímabundnir erfiðieikar, sem nú er við að stríða, mega ekki glepja mönn- um sýn á frambúðarhagsmuni allra at- vinnuvega. Stefna ætti að því að færa miliiríkjaviðskipti enn í frjálsræðisátt, til þess að við getum nýtt sem bezt þá útvíkkun á markaðstækifærum þjóðar- búsins, og þar rneð vaxtarmöguleikum þess, sem öflug utanríkisviðskipti fela í sér. í þessu sambandi er raunhæf gengisskráning undirstaðan. Eitt skref í frjálsræðisátt, sem athuga þyrfti vandlega, er að gera gjaldeyris- viðskipti frjálslegri en þau hafa verið, með því að draga úr skilaskyldu og rýmka reglur um innlenda gjaldeyris- reikninga, til dæmis með því að heimila mönnum í einhverjum mæli að kaupa gjaldeyri af innlendum gjaldeyrisbönk- um til þess að leggja inn á slíka reikn- inga. Þetta gæfi að minnsta kosti færi á gengistryggingu innstæðna, hvað sem frelsi til úttektar í gjaldeyri úr þessum reikningum liði. Innlendu gjaldeyris- reikningarnir, sem upp voru teknir fyrir fimm árum, hafa gefizt vel. Nú þarf að kanna, hvort unnt er að halda áfram á þeirri braut. Auknu frelsi í gjaldeyrisviðskiptum þarf að fylgja sveigjanlegri vaxtastefna innanlands. Því má halda fram, að rýmkun á gjaldeyrisverzlun geri kleift að virkja spákaupmennsku á móti krón- unni til peningalegs sparnaðar fremur en til aukningar innflutnings á varanleg- um neyzluvörum og fjárfestingarvörum í sama skyni (sem kunna að nýtast mis- jafnlega). Að minnsta kosti fengjust með þessum hætti nýjar vísbendingar um það, hvenær gengið væri úr lagi gengið að mati almennings. Frjálsari gjaldeyrisviðskipti væru eðli- legt framhald þeirrar nýsköpunar í efna- hagsmálum, sem hófst í kringum 1960. Þá var lagður grundvöllur að þeirri stefnu í efnahagsmálum að freista þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og efla þjóðarframleiðsluna með raunhæfri gengisskráningu, en hverfa frá kerfi sér- stakra innflutningsgjalda og útflutn- ingsbóta. Jafnframt var létt höftum af innflutningi og gjaldeyrisviðskiptum í sambandi við vöruviðskipti. Umgjörð þessarar frjálsræðisstefnu skyldi vera markviss stefna í peningamálum og fjár- málum hins opinbera. Með fríverzlunar- samningunum, sem tóku gildi áratug síðar, var enn tekið skref á þessari braut. Þessi stefna hefur á margan hátt lánazt vel. Þrátt fyrir óstöðug ytri skil- yrði var hagvöxtur hér á landi svipaður áratuginn 1961 til 1970 og með öðrum tekjuháum þjóðum. Áratuginn 1971 til 1980 tókst að halda hér svipuðum hag- vexti og áratuginn áður, eða 4,7% á ári, sem var mun hærra en í iðnríkjum yfir- leitt, og nutum við þar í senn orkulinda og útfærslu fiskveiðilögsögu. Styrkur og fjölbreytni atvinnuveganna jókst á þess- um tíma á grundvelli fríverzlunarstefn- unnar. Á fyrstu árum níunda áratugarins hefur dregið úr hagvexti og verðbólga færzt í aukana. Rætur þessa vanda eru að mestu innlendar, þótt ytri áföll valdi hér nokkru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.