Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 94

Andvari - 01.01.1983, Síða 94
92 ÞÖRÐUR KRISTLEIFSSON ANDVARI Þitt er nú fokið vit í vind, villist skynsemin, hölt og blind; sál og líkami er svíns tmynd, en samvizkan dofin beinagrind. Það er sérstaklega athyglisvert, að Sigurður Helgason bóndi á Fitjum er aðeins svipur hjá sjón samanborið við hreppstjórann, hinn auðuga stórbónda og sveitarhöfðingja að Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. Við Hellna og Mýrar vestur var Sigurður aflasæll, virtur og velmetinn formaður á opnum skipum áratugum saman: notaði þar á miðum fyrstur allra fiskinet og lóðir. Var á þeim vettvangi sannur brautryðjandi. - Og það var eigi aðeins við sjósókn, sem Sigurður Helgason bar af um atorku og vinnu- afköst. Hið fínna smíði virðist hafa leikið í höndum hans engu síður en skipa- smíðar. Hann lét sig t. d. eigi muna um það að smíða tvö hundruð spuna- rokka auk annarra hluta. - Um jarðrækt og framkvæmdir í landbúnaði hefur Sigurður augljóslega verið á undan samtíð sinni. Hann hlaut veglega muni frá búnaðarfélaginu danska í viðurkenningarskyni fyrir garðrækt. Fjáraflamaður hefur Sigurður verið svo slyngur, að það hafa ekki margir bændur á Islandi á sama tíma staðið honum jafnfætis efnalega. Á árunum 1840-1846 lét hann 4.000 ríkisdali af hendi rakna. Megin- hluta þessarar miklu fjárupphæðar sóaði einkasonur hans, Helgi, sem dvaldist við nám í Kaupmannahöfn þessi ár, en virðist samkvæmt traustum heimildum hafa slegið slöku við námið og kom heim eftir sex ára útivist án þess að hafa lokið embættisprófi. Sigurður hafði gert sér miklar vonir um námsárangur Helga og kostaði hér miklu til, varð nú að sætta sig við, að sonurinn færi um sinn aðra leið en hann hafði ætlað honum. Tæplega mun almenningur hafa gjört sér háar hugmyndir um embættis- frama Helga Sigurðssonar, er hann árið 1846 (31 árs) kom úr siglingunni eftir dálítið skrykkjótta sókn á lærdómsmið í háborg menningarinnar. Fjarri fór því þó, að Helgi Sigurðsson væri á flæðiskeri staddur, því að nú settist hann á óðal föður síns að Jörfa og hóf þar búskap. Og þar virðist Helgi hafa siglt sinn sjó áfallalaust næstu tuttugu árin sem bóndi. Það ætti að segja sína sögu um hæfileika bóndans. En þegar Helgi Sigurðsson er rösklega fimm- tugur að aldri (eða 11. júní 1866), er honum veitt Setberg í Eyrarsveit á Snæfellsnesi og vígður þangað 26. ágúst 1866 af doktor Pétri Péturssyni biskupi. Þessu brauði þjónaði hann í 9 ár (eða til 9. marz 1875), en fékk þá Mela í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu. Þar var séra Helgi þjónandi prestur næstu 8 árin, en fékk lausn frá prestskap 2. október 1883. Hann fluttist til Akraness 1885, og þar andaðist hann 13. ágúst 1888 (73 ára að aldri). Sighvatur Grímsson Borgfirðingur lætur svo ummælt í Prestaævum: „Séra Helgi (Sigurðsson) var merkilegur og fjölhæfur gáfumaður og lagði margt í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.