Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 96

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 96
94 ÞÓRÐUR ICRISTLEIFSSON ANDVARI Og þegar Sigurður Helgason er kvaddur hinztu kveðju í kirkjugarðinum á Setbergi, þá er það sonurinn, séra Helgi, sem kastar rekunum og biður um góða heimkomu til handa hinum framliðna. Nú víkur frásögninni að nýju til Ragnheiðar á Fitjum, eftir að Sigurður maður hennar hvarf til átthaga sinna 1856. Það var Ragnheiði vissulega mikill styrkur og fagnaðarefni, að Jakob sonur hennar var hinn gjörvilegasti maður og að sama skapi stefnufastur, vilja- sterkur og gæddur farsælum námsgáfum. Það bendir til þess, að vel hafi farið á með þeim Sigurði og stjúpsyninum, að Sigurður kostaði hann til langskóla- náms. Þeir voru vissulega ekki margir bændasynirnir á þeim árum, sem gátu hrósað slíku happi að mega teyga af menntalindum, þótt til þess hefðu þeir bæði löngun og hæfileika. Og það skipti ekki máli, þótt Jakob ætti eftir þrjú ár til þess að ljúka stúdentsprófi, þegar stjúpi hans fór alfarinn frá Fitjum, eftir sem áður hélt Sigurður áfram að bera uppi kostnað af skólavist hans, unz Jakob brautskráðist úr Prestaskólanum 27. ágúst 1861. - Það er mál manna, að Sigurði hafi farizt drengilega við stjúpsoninn. Augljóst er, að fjáröflun Sigurðar Helgasonar verður ekki kennd við smámunasemi og nurl. Næsta ár eftir hjónaskilnaðinn bjó Ragnheiður búi sínu á Fitjum. En sú breyting varð þar á bæ á heimilisháttum vorið 1857, að Rannveig dóttir hennar giftist (18. júlí) Þorsteini Árnasyni (f. 1833, d. 1912) frá Kalmans- tungu. Hann var smiður góður, greindur vel og mikill að vallarsýn. Rannveig var fjórum árum yngri en Þorsteinn. Þessi ungu hjón tóku nú við jörð og búi á Fitjum þetta vor. Ragnheiður sat þar í skjóli þeirra næstu árin. Fjárkláði, rammasta sundur- þykkja bænda í tengslum við hann og ýmiss konar erfiðleikar, sem að steðjuðu, urðu þess valdandi, að þessum myndarhjónum búnaðist miður vel á þessari bú- sældarlegu jörð, Fitjum í Skorradal. Árið 1862 fluttu þau þaðan eftir aðeins fimm ára búsetu og taka hálflendu Signýjarstaða í Hálsasveit til ábúðar. Ragn- heiður fluttist með þeim þangað. - En fjórum árum síðar (17. maí 1866) andaðist Rannveig Björnsdóttir þar aðeins 29 ára að aldri (eignaðist barn 15. maí, banamein barnsfararsótt). Það er af Jakobi Björnssyni að segja, að honum farnaðist giftusamlega á hverja vísu á námsferli sínum. Hann var vígður til prests 29. september 1861, hið sama ár og hann brautskráðist úr Prestaskólanum. Hann þjónaði Gufu- dalsprestakalli um skeið, en Hestþing í Borgarfirði var honum veitt 9. marz 1866. Og þá er Ragnheiði Eggertsdóttur var ekki lengur sætt á Signýjarstöð- um, stóðu henni opnar dyr hjá prestshjónunum á Hesti. En séra Jakob Björns- son þjónaði Hestþingum (Hvanneyri og Bæ) aðeins þrjú ár. Var veitt Staðar- hraun í Mýrasýslu 20. marz 1869. Þjónaði því brauði í sex ár. Séra Jakob Björnsson fékk veitingu fyrir Torfastöðum í Biskupstungum 9. marz 1875. En veittur Saurbær í Eyjafirði 16. apríl 1884. Þar gegndi hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.