Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 100

Andvari - 01.01.1983, Side 100
98 ANDVARI ÍIJÖRN HALLDÓRSSON fá þig fyrir aðstoðarprest, svo mikill hörgull sem er af kennimönnum. í laun skaltu hafa allt það, sem jeg get upp- borið af aukaköllunum og I æðaregg í tilbót fyrir hverja messu, en kríuegg fyrir barnsskím. „Laufáspresturinn,“ sem þú svo kall- ar, þegar þjer þóknast að láta hans get- ið í vinarbrjefi, hefur skrifað föður sín- um þess efnis og í þeim anda og tilgangi, sem jeg ráðgjörði við þig síðast áhrær- andi Garðshorn, Kaupang og þar að lútandi, en hvaða svar „prestur okkar“, er þú svo nefnir, muni fá, það veit hann ekki, því hann er enn ekki búinn að sjá það og hefur aldrei verið forspár. Jeg er annars ennþá - við áframhaldandi umhugsun um málið - ekki eins hrædd- ur um, að faðir minn muni ekki eptir- láta mjer partinn að bralla með, eins og hitt, að það komi fyrir ek'ki í þessu til- liti, þó hann svo gjöri. En skyldi nú svo ólíklega tiltakast, að jeg gæti selt Garðs- horn fyrir hið tilætlaða verð, 600 rd, þá vildi jeg samt ekki hálfan Kaupang fyrir meir en 700 rd, enda þó þar væri engin kirkja, sem jeg þvert á móti þinni skoðun tel fullkominn ókost við jörð- ina í eignarlegu tilliti, svo að jeg til dæm- is met leigu eptir jörðina allt að einum tíunda parti ljelegri fyrir þá sök, eða hjer um bil eins vissa 54 rd af allri jörð- unni ikirkjulausri eins og 60 rd með kirkju. Það er annars víst óþarfi að Ieggja þetta niður að sinni, og „Laufás- presturinn“ gjörir kannske ekki annað en ergja með því Stórutjarnábóndann, og það vildi hann ekki honum gjöra. Svo veiztu líka, hvað mjer er þetta leitt allt saman - jarðir að eiga og um- sýsla meiga, þær að fala og um þær að tala, þær að velja og þær að selja. Lýkur því hjer jarðatali „prestsins okkar“. PaJli þinn á nú að fara í fyrramálið, og set jeg undir hann hest og læt fylgja honum fram í Böðvarsnes. Hann hefur komið sjer vel hjá okkur, og jeg gef honum þann vitnisburð, að honum muni vel kennandi, og það betur en í meðal- lagi, hvað sem vera skal af algengum fróðleik okkar á meðal „mörlandanna". Já, jeg vildi óska, að helmingurinn af þeim, sem nú nema skólalærdóm, væru ekki lakar til þess hæfir, hvað gáfurnar snertir, heldur en Páll og hefðu svo líka eins gott hjarta eins og jeg hygg, að hann hafi. Lítið hefur hann grætt á ver- unni hjer og þó betra en ekki. Tilsögn- in hefur verið lítil, því jeg hefi ekki komizt til þess stundum, ekki nennt því stundum, ekki verið heima stundum og hann vesælf stundum. En tilsögnin hefur verið góð, það sem hún hefur tekizt, hann tekið vel á móti, - svo jeg hrósi okkur báðum í einu; jeg mátti ekki setja mig hjá með öMu. Ekkert hef jeg prófað hann í reikningi, mjer er ekkert leiðara en að kenna reikning, en jeg hef orðið þess var, að hann er þar kominn nokkuð á veg og svo sem nægir til að bæta við sig með aldrinum. - Ef við lifum aptur að vetri og ekkert kem- ur fyrir, sem hamlar, vildi jeg gjarnan lofa honum að vera annan mánaðar- tímann og ala á honum í því sama, að skiija dönsku og skrifa íslenzku, því satt að segja finnst mjer það nú á hon- um, að hann væri betur fær um að láta töluverðar framfarir sjá á sjer eptir annan eins tíma með annari eins leið- beiningu. - Með öðrum börnum hef jeg spurt hann úr þremur fyrstu kapítulun- um og fundið einungis að því við hann, að mjer þykir hann lesa of fljótlega, eins og stundum hættir til næmum börn- um, er fcunna vel. í dag las hann stilli- legast, en þó offljótt, held jeg þú þyrft- ir enn að vara hann við því; hann getur vel gjört að því; jeg veit það á því, að hann les stillilega og gætilega húslest-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.