Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 102

Andvari - 01.01.1983, Side 102
100 BJÖRN HALLDÓRSSON ANDVARI Þeir sr. Björn Halldórsson í Laufási og Jón Árnason bókavörður og þjóð- sagnasafnari voru miklir vinir og skrifuðust á um 30 ára skeið. Varðveitt er í Ny kgl. Samling 3018 4to í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn m. a. 131 bréf sr. Björns til Jóns, og verður hér birt síðasta bréf hans til Jóns, skrifað 22. nóvember 1882 eða tæpum mánuði áður en sr. Björn lézt (19. desember 1882). Minn ástkæri, Jón bróðir! Með einhverju fóðurgjafaskipi ensku fékk eg nú fyrir fám dögum bréfið þitt 28-8-82 og þakka ástsamlega. Eg hef von um, að hér fari um að morgni Sunnlendingur, Pétur ættaður úr Þingvallasveit, en nokkurra ára Grýt- bekkingur, og hann fer svo, sendi eigi þremillinn honum sjóvegsferð. Þá vildi eg senda þér þessa kvittan mína fyrir skeyti þínu hinu nýheimta. En raunar er nihil novi. Tíðin er heldur góð að veðri til, en nú orðið skarpt um jarðir af storku. Heilsa manna yfirhöfuð meinalítil, nema sumt yngra fólk er enn að dragast með ýmsar leifar mislinganna og börn að smádeyja. Laufáss heilsan þetta sona, viðbaslandi að kalla. Jeg var í gær á sveitarfundi, er samþykkt var á gjörð um það, hvernig vor sveit skyldi meðfara sinn hluta af korngjöf- um Dana og Engla. í dag kom eg á sáttafund, ef svo skyldi kalla, fyrir Gunnari grábróður í Höfða og hans meðsettum kumpáni. Við Einar hinn spaki í Nesi erum raunar sáttamenn kringum Þengilshöfða, en nú er hann kærandi minn og kristilegar kirkju vegna varphólma, er feður hans hafa lengi ágirnzt, en við forverari minn og kirkjan haldið undir oss um 40 ár sem Fáfnir gullinu eina tíð, til þess er Sigurður heitinn Sigmundarson vó að honum. Sáttanefndin hafði áður (26. septb.) veitt mér frest til 3. janúar, svo eg gæti fengið ráð og boð ephorarum að heyra, áður eg ætti nokkuð við málið til sátta eða umþráttunar, en Einar kærði þá veiting fyrir amtmanni, og hann skrifar nefndinni undir hótan ábyrgðar að Ijúka við meðferð málsins hjá sér tafarlaust, og þeir þorðu nú eigi annað fyrir hans ógnabrandi en að svíkja mig um frest- inn, sem eg heimtaði að stæði, og vísa málinu þegar til merkjadóms, en kváðu það þó vera sannfæring sína, að rétt hefði verið að veita hann eftir anda lag- anna, hvað sem bókstafurinn segir, og þykir mér þeim hafa farizt ódrengilega og verst við sína eigna sannfæring. En slík er hjartaprýði vorrar tíðar. - Mér þykir svo leitt, sem enginn trúir, að þurfa að lenda í landaþrætu undir út- hall mitt og bað því ephoras, ef þeir endilega vildu, að haldið væri sem fast- ast á hólmanum, að gjöra ráðstöfun til, að eg fengi settan verjanda kirkjunnar vegna og gefins málsflutning hjá amt- manni Norðlendinga fyrir tillögu þeirra, en Einar vill eigi gefa mér nein grið, skákandi í hróksvaldi Havsteens hins nýja og óskandi hólmans með hans arði sem allra bráðast. En eg skal ekki þreyta þig með þess- ari sögu lengri, - þú getur að vonum eigi hert né huggað mitt deiga og ólundar- fulla prókúratorshjarta, er þyrfti þó slíks stórlega við. Eg ætlaði líka að bíða rneð mínar lýsingar og merkjaþrætur Þórhalls míns, en þess verður mér nú eigi hér auðið - þykist og hafa meira en nógar skriftir á mínum höndum, meðan eg losast eigi frá hinum miklu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.