Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 107

Andvari - 01.01.1983, Síða 107
ANDVARI N. F. S. GRUNDTVIG 105 sjón Wergelands að klæða fjallið, sem Björnson notar svo í ,,Árna“, var þeim báðum kærust, gróandi dalsins og rækt ofar tignum tindum. Þeir Björnson og Grundtvig áttu og lengi samleið og rómantík þeirra. Danska skáldið Jóhannes V. Jensen heimsótti á yngri árum Björnson á leið sinni og félaga sinna til fjalls. ,,Fjallið býr yfir sínum töfrum,“ mælti Björnson, „en látið ykkur ekki sjást yfir dalagrundirnar!“ Ræktunarhugsjón aldamótanna, lýðs og lands, á sér Grundtvig að braut- ryðjanda á Norðurlöndum. Hrjóstrugt Finnland var Runeberg af þeim sjónarhóli gullland í þjóðsöng hans, og er svo Svíar misstu Finnland, varð kjörorð Tégners: „Það sem út á við missist, skal inn á við ávinnast,“ er svo skáldið Holst tók upp í Danmörku og viðreisnarstarf Grundtvigs einkenndist af, einkum eftir 1864. Er vér annars berum saman rómantík þeirra skáldjöfranna Grundtvigs, Tégners og Oehlenschlágers, frá trúarlegu sjónarmiði, sést sérstaða Grundt- vigs. Fyrir Oehlenshláger er lækjarniðurinn rödd Jesú Krists, og fjallið býður upp á ummyndun Frelsarans. Tégner segir hins vegar í ljóði sínu „Eilífðin“, að gullsandur fegurðarinnar leynist í farvegi elfar tímans, en eilífðin búi í hjarta mannsins. En fyrir Grundtvig er fljót tímans farvegur eilífðarinnar, eins og reyndar æska Friðþjófs dylst undir elligervi hans, og göfugt hjarta Sveins dúfu Runebergs verður lífgjafi á eigin dauðastund og leiðir í ljós innstu rök til- verunnar, eilíf. Og þess skyldi gætt, að þroskinn og vöxturinn er ekki fyrir Grundtvig töfrar, er margir töldu 19. aldar manna, heldur markmið, er einstaklingurinn skyldi keppa að, og frelsishugsjón Grundtvigs, sem var mjög mikilvægur þátt- ur kenninga hans, lærdóms og lífsstarfs, var ætlað það hlutverk að þjóna því markmiði. Kenning Aladdins hjá Oehlenshláger: „Þeim mun meiri orka, þeim mun minna erfiði,“ - var Grundtvig fjarlæg. Og dönsku þjóðareðli yfirleitt, enda hefði Danmörk þá ekki orðið þau Suðurlönd Norðursins, er þjóðsöngur hennar getur um, né hún átt þau anganþök bjarkanna, er breiðast út yfir landið og höf þess. Ræktin og vöxturinn eru svo rík í huga Grundtvigs, að þegar í fyrsta sálmi hans: „Ó, hve dýrðlegt er að sjá —“ eru stjörnurnar trjátoppar. Gunnar skáld Gunnarsson bendir á, hve dönsk náttúra og mannlíf komi til skila í sálmum Grundtvigs. í því sambandi má minna á, að í einum Páska- sálmi hans má greina hendur móður hans, þar sem hún er að hengja út þvott- inn sinn. Með sálmum sínum og trúarlegum vakningarritum vann Grundtvig stór- virki fyrir Norðurlönd, og stjórnmálaleiðtogi var hann, að því leyti einkum, að hann skapaði í miklum mæli frelsis- og lýðræðisandrúmsloft með þjóðum Norðurlanda. En hann var einnig kirkjuleiðtogi og hefur t. d. mótað kristni-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.