Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 108

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 108
106 EIRÍKUR J. EIRÍKSSON ANDVARI hald þjóðar sinnar til þessa dags, þannig að form og bókstafur hafa aldrei yfir- bugað þar hinn frjálsa anda. Sérskoðanir hans í trúmálum hafa hins vegar ekki haft almennt gildi, þótt merkilegar séu. Frjálshyggja Grundtvigs um skipulag kirkju og kristni hefur löngum skapað fylgjendum hans og fólki, t. d. innra-trúboðsins danska, vissa samstöðu og trú- málahreyfinga yfirleitt og vaknandi verkalýðsstefnu, er svo síðar meir leiddi til stjórnmálasamvinnu og þá einkum kringum aldamótin og raunar allt til síðari heimsstyrjaldar. Hörðustu stjórnmálafundum J. C. Christensens, for- sætisráðherra Dana 1905 og sambandslaganefndarmanns í Reykjavík 1918, lauk einatt með, að allir sungu ljóð eftir Grundtvig. Hinn frjálsi mannréttindaandi, sem raunar einkennir Norðurlandabúa og ekki sízt Dani, kemur fram í baráttu Grundtvigs fyrir þegnréttindum Gyðinga, og hreyfing hans hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Þjóðfrelsisstefna Grundtvigs byggist að verulegu leyti á þjóðernisstefnu hans, sem var samnorræn og hvíldi á grundvelli íslenzkra fornbókmennta. Þar átti hann samleið með þeim Rask, N. M. Petersen og P. E. Muller, síðar biskupi. í þeim efnum varð lífsstarf Grundtvigs afar þýðingarmikið í sjálfstæðis- baráttu vor Islendinga. Hann sagði t. d. í þingræðu: ,,Er vér verðum við kröf- um Islendinga, erum vér ekki að gefa þeim neitt. Vér byggjum vora tilveru á þeirra menningararfi.“ Það er engin tilviljun, að Suður-Jótland verður eins konar vagga lýðháskóla Grundtvigs. Ofjarlinn sunnan landamæranna fór ekki aðeins með hernaði gegn Dönum, Danavirki norrænnar menningar var í margra augum í ýtrustu hættu. Heitið: Danmörk, landamæraland Dans, sagði sína sögu. Danakonungar kunnu löngum vart stakt orð í dönsku, og einn aðalfylgis- maður Grundtvigs, Birkedal, var rekinn úr embætti fyrir að biðja af prédikun- arstóli þess, að Guð gæfi Danakonungi danskt hjarta. Grundtvig hugsaði sér lýðháskólann sem landvarnavirki. Um fram allt átti hann að ala þjóðina upp í þjóðlegum þegnskaparanda, að hún kynni með aukið lýðræði að fara. ,,Og hver er svo meiningin?" spurði Monrad ráðherra Kr. Kold. „Fyrir Guð og föðurlandið,“ svaraði hann. ,,Gott er það og b]essað,“ mælti ráðherra, en tók svarið raunar ekki alvarlega. En á úrslitastund dönsku þjóðarinnar 1864 horfði Monrad raunar meira yfir á taflborð stórveldanna en til þess virkis, er þeir Grundtvig og Kold voru að vinna upp. Grundtvig var vísindamaðurinn í anda „hins lifandi orðs“, er hann lyfti til vegs með Bjólfskviðurannsóknum sínum, Goðafræðinni frá 1832, Heims- kringluþýðingunni miklu og útgáfu sinni á Saxa og rannsóknum sínum á ís- lendingasögum, furðu nærri nútímaviðhorfum. En „hið lifandi orð“ Grundtvigs var raunar „hið djúpa samhengi“ tilver-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.