Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 109

Andvari - 01.01.1983, Síða 109
ANDVARI N. F. S. GRUNDTVIG 107 unnar, en með þvi hugtaki átti hann við Jesúm Krist, að Guð varð hold og veröldin þannig leiksvið Guðs dýrðar í kærleika og almætti að lokum. Það hefur sýnt sig nú á 200 ára afmæli Grundtvigs, hve það gleymist, hve sýnir hans eru merkar og í vitund fslendinga orðnar daufur bakgrunnur við- burða sögu vorrar 1904 og 1918, að ekki sé minnzt á handritamálið. Því megum vér íslendingar aldrei gleyma, að vér áttum rétt vorn að sækja í hendur frelsisunnandi þjóðar og þroskaðrar í lýðræðisanda Grundtvigs og liðsmanna hans og bandamanna fyrr og síðar. Við fall Estrups, er Grundtvigssinninn J. C. Christensen myndaði ríkis- stjórn, urðu þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu vorri. Þá skipti alveg um pólitískt veðurfar í Danmörku. Gamansaga er, að Franz Jósef Austurríkiskeisari hafi hitt Danakonung ár- ið 1901 og spurt hann, hvort það væri rétt, að kennari væri orðinn mennta- málaráðherra. ,,Já, það er rétt, og það sem verra er: bóndi er orðinn land- búnaðarráðherra.“ Þá leið yfir keisarann. J. N. Madvig menntamálaráðherra Dana mælti gegn fjárlagaframlagi til lýðháskólanna. ,,Hér er lýðháskólinn,“ mælti hann og benti á þingsalinn. Grundtvig svaraði: „Nei, en hér á hann að sýna ávexti.“ Jafnvel faðir stjórnarskrárinnar, D. G. Monrad, sagði: „Óupplýstur almúgi hefur ekkert við almennan kosningarétt að gera.“ ,,Þá upplýsum vér hann,“ hrópaði Grundtvig. Hinn ágæti lýðræðisfrömuður Orla Lehmann maldaði í móinn: „Þræll verður ekki frjáls maður á einni nóttu —.“ „Rétt,“ svaraði Grundtvig, „en vér eflum þroska hans, svo að hann kunni með frelsið að fara.“ Þessa bjartsýni eigum vér varla nú til dags, en miklu hefur hún fengið áorkað. Oft er sagt, að Grundtvigs hafi lítt gætt vor á meðal og þá ekki lýðháskóla hans. En þar blekkir sjálft nafnið. Jafnvel Benedikt Sveinsson fær ekki að halda háskólaheitinu á frumvarpi sínu 1881, og 1883 er landsskóli komið í staðinn um æðstu menntastofnun þjóðar vorrar. Það er rétt, að kandidatar frá Kaupmannahafnarháskóla komu heim undir gunnfána Brandesar, en ekki Grundtvigs, en Hannes Hafstein naut í ríkari mæli Grundtvigsmanna 1904, þótt Brandesar-bræður kæmu við þá sögu - fyrst um sinn. En merkilegt er, að enn skuli óskrifuð bókin um hinn gagngeru áhrif, sem lýðháskólahreyfing Grundtvigs hafði á skólastarf, æskulýðs- og menn- ingarmál og stjórnmálaþróun hér frá því fyrir aldamót og fram yfir 1940. Að sjálfsögðu er þar fyrstan að nefna brautryðjandann Guðmund Hjalta- son, er stofnaði til skóla árið 1881, og Sigurð Þórólfsson með sinn skóla upp úr aldamótum og á Hvítárbakka frá 1904, og svo sr. Sigtrygg Guðlaugsson nyrðra og síðar á Núpi, frá 1906. En hér mætti bæta við fjölda skóla og einstaklingum, sem urðu félagsmála- og uppeldisfrömuðir víðs vegar um land. Kirkjan átti þar mikinn leiðtoga,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.