Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 36

Menntamál - 01.04.1962, Page 36
26 MENNTAMÁL Óþarfa viðkvæmni, kann einhver að segja, en svona er það nú samt. Enn hefur ekki fundizt réttnefni, sem leyst geti fávitaheitið af hólmi, en það er í rauninni gott orð og rökrétt myndað. Hefur því verið notazt mjög í seinni tíð við lýsingarorðið vangefinn. Venja er að leggja svonefnda „greindarvísitölu“ til grundvallar, ef ákvarða skal vitsmunaþroska einstakl- ings. Þessi „vísitala“ er fengin með því að prófa viðkom- andi með aðferðum, sem ekki verða skýrðar hér, enda væri ég tæpast fær um það og hef allt þar að lútandi eftir mér lærðari mönnum. Nægir að geta þess, að meðal- greindur maður hefur greindarvísitöluna 100 eða þar um bil. En vangefinn telst sá, sem hefur greindarvísitölu undir 75 stigum. Sérfróðir menn greina svo vangefna í þrjá flokka. örvitar eru þeir nefndir, sem hafa greind- arvísitölu undir 35, hálfvitar frá 35—50 og vanvitar frá 50—75. Örvitarnir þurfa af skiljanlegum ástæðum allir á vist að halda á hjúkrunarhæli, hálfvitarnir fyrr eða síðar á ævinni, en flokkur vanvitanna þarf fyrst og fremst á sérskólum að halda, svo og vinnustofnunum við sitt hæfi. Margir þeirra læra t. d. að lesa og draga til stafs, þó oftast sé það af skornum skammti, en þeir geta lært talsvert til handanna og eru færir um að sjá fyrir sér með vinnu sinni, sé hún sniðin við þeirra hæfi. Samt verður þetta fólk alltaf öryrkjar að nokkru og þarfnast stöðugs eftirlits, verndar og aðhlynningar ábyrgra aðila, ef það á að fá notið sín í lífsbaráttunni. Því miður hefur oft farið svo, að þessi flokkur vangefinna, einmitt sá, sem jaðrar við almenna greind og ef til vill er hægt að hjálpa mest, að úr honum hafa komið ógæfusöm börn, sem leiðzt hafa út í ýmiss konar spillingu, mest vegna skorts á eftirliti og góðri umönnun. Þetta veit ég, að þið kannizt allar við. Nú er það svo, að ekki eru til neinar tæmandi skýrsl- ur um vangefið fólk á íslandi og því síður um almennt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.