Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 37

Menntamál - 01.04.1962, Page 37
MENNTAMÁL 27 ástand þess. Verður því að reikna með sömu hundraðs- tölu hér og gert er í nágrannalöndunum. í Danmörku er t. d. 1 af hverjum 100 íbúum talinn vangefinn, þ. e. með greindarvísitölu 75 og þar undir. Sé sama lagt til grundvallar hér á landi, ætti heildartala vangefinna að vera 1800, og mun það láta nærri, þó sumir vilji telja hana enn hærri, eða allt að 2500. í Danmörku eru 4 af hverjum þúsund á framfærslu hins opinbera vegna greind- arskorts, en 2 af hverju 1000 á hælum, og þykir þó mikið vanta á þar, að hælisþörfinni sé fullnægt. Ef gert er ráð fyrir, að hlutfallslega jafnmargir þurfi á hælisvist að halda hér og í Danmörku, ættu þeir að vera um 350 á öllu landinu. Margir þeir, sem þessi mál hafa athugað hér, telja þörfina meiri, eða 5—600, og hygg ég, að það sé nær lagi, því að Danir telja sig ekki, eins og ég sagði áðan, hafa fullnægt þörfinni fyrir hæli. Um 1500 manns ættu því að vera á öllu landinu, sem þurfa á annars konar aðstoð að halda vegna þeirrar ör- orku, sem skapast af greindarskorti þeirra. En hvernig er nú málum þessa fólks háttað í dag? Árið 1936 voru á Alþingi samþykkt ,,lög um fávita- hæli“. Náðu þau fram að ganga að langmestu leyti fyrir atbeina og harðfylgi einnar konu, sem þá átti sæti á þingi, frú Guðrúnar Lárusdóttur. Ekki er tími til að rekja ganga þess máls hér, en það grunar mig, að framkvæmd laganna hefði orðið skjótari en raun varð á, af Guðrúnar hefði notið lengur við. Þegar þessi lög voru sett, var til eitt fávitahæli á landinu, að Sólheimum í Grímsnesi. Það var stofnað 1929 og starfar enn undir stjórn sömu kon- unnar, Sesselju Sigmundsdóttur. Þessi lög frá 1936 kveða svo á, að ríkið skuli, jafnóð- um og fé sé veitt til þess á fjárlögum, sjá um, að stofnuð séu skólaheimili, hjúkrunarhæli og vinnuheimili fyrir vangefið fólk á ýmsum aldri og stigum. Árið 1945, 11 árum eftir að lögin voru samþykkt, setti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.