Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 60

Menntamál - 01.04.1962, Page 60
50 MENNTAMÁL kvæmd hefur verið fyrir nokkrum árum, jafnvel þótt hún hafi verið gerð af vandvirkni. Freistandi væri að íhuga, hvað valdi breytingum sem þessum. Stafa þær fyrst og fremst af tilviljunarkennd- um ástæðum, svo sem mælingarskekkjum við prófanirn- ar, eða hafa hæfileikar mannsins raunverulega tekið breytingum? Ef leitazt skyldi við að svara þessari spurn- ingu, hefði þurft að athuga miklu nánar með öðrum að- ferðum þá einstaklinga, sem breyttust mest við þessa til- raun. Þetta var ekki gert. Nokkuð voru þó athugaðar breytingar þeirra 10 ungl- inga, sem hækkuðu eða lækkuðu um meira en 15 stig. Reyndust 7 þeirra hafa hækkað, en 3 lækkað. Hækkun er alltaf hugsanlegt að skýra þannig, að ekki hafi náðzt nægilega góð samvinna við prófaðan eða hann hafi ekki lagt sig fram við fyrri prófun, einkum er þetta hugsan- legt, þegar um er að ræða ung börn, eins og hér var, þ. e. 6—7 ára. Lækkun er líka hugsanlegt að skýra með því, að prófaður hafi ekki lagt sig fram við síðari próf- un eða ekki hafi þá náðzt við hann nægilega góð sam- vinna. Vitað var, að þetta átti sér stað um einn þeirra, sem lækkaði mikið, taugaveiklaðan ungling, sem þótti miður að taka þátt í tilrauninni (annars voru unglingar þessir mjög fúsir til þess og góð samvinna við þá). Vitað er um annan, sem lækkaði, og það um 24 stig, að hann hefur búið við erfið skilyrði á heimili vegna óreglu og skilnaðar foreldra. Kennarar hans telja hann geta lært, en segja hann lítt leggja sig fram og aldrei taka á við starf. Við prófun var hann áhuga- og sinnulítill. Um hinn þriðja, sem lækkaði, þó aðeins um 16 stig, er ekkert vitað, er skýrt geti lækkunina. Það er skoðun mín, og er þá meira stuðzt við reynslu í hagnýtu starfi en tilraun þessa, að nokkrar breyting- ar geti orðið á hæfileikum manna eða getu þeirra til að notfæra sér áskapaða hæfileika. Þessar breytingar eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.