Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 67

Menntamál - 01.04.1962, Page 67
MENNTAMÁL 57 I kennslustundunum fengu nemendurnir ekki svo mikið frelsi, að hið mismunandi einstaklingseðli þeirra, per- sónuleiki þeirra, kæmi í ljós og fengi að njóta sín. At- hugun og niðurstaða kennaranna hefði átt að kalla fram spurningar sem þessar: Hvað getum við gert til þess að þroska hina margvíslegu hæfileika nemendanna meira en við gerum ? Gætum við ekki fengið eitthvað af hinu djarfa, persónulega öryggi og hugkvæmni nemendanna, eins og það birtist í útilegum og skólaferðum, inn í sjálft skólastarfið ? Kennararnir voru ekki áhugalausir gagn- vart þessum viðfangsefnum, en töluverður hluti þeirra kenndi aðeins vissar námsgreinar. Og sá, sem kennir að- eins fáar stundir í viku í hverjum bekk, hefur tæpast nokkur tök á að verja hluta af þeim litla tíma í það að kenna nemendunum nýjar starfsaðferðir. Og segja má, að það hvíli eins og þungur skuggi yfir skólastarfinu, sú þrotlausa viðleitni kennara að komast yfir námsefnið samkvæmt námskrá. Samvinna við aðra kennara, sem að- eins kenna vissar greinar, væri nauðsynleg, ef reyna ætti nýjar leiðir, en slíkri samvinnu er ef til vill ekki auðvelt að koma á. Bekkjarkennslan, með sínu sífellda lexíu- stagli, er „standardform“. Hinir mjög svo ólíku ein- staklingar geta fallið þar inn, enda þótt samstarf kenn- aranna sé ekkert eða mjög af skornum skammti. Ef við ætlum að hefja nýja skipan í skólastarfinu, verðum við að gera okkur fullkomlega ljóst, hvernig við ætlum að framkvæma hana. Skipulagslaus tilraun endar jafnan með smán. Síðan fáum við að heyra það, sem oft kveður við: ,,Já, víst hef ég reynt „frjálsari skólastörf“, en þau tókust ekki vel. Það er áreiðanlega bezt að halda sig við „hinar gömlu, reyndu aðferðir“.“ Þegar ljóst er orðið, hvernig tilraunin hefur tekizt, er venjulega auðvelt að benda á alvarleg mistök: Verkið var framkvæmt skipulagslaust, og án þess að viðkomandi kynnti sér til nokkurrar hlítar þá starfsaðferð, sem hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.