Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Side 73

Menntamál - 01.04.1962, Side 73
MENNTAMÁL 68 ar skoðanir í trúmálum eða stjórnmálum, sem einangra foreldrana frá öðru fólki, takmarka að sjálfsögðu mögu- leika barnanna til vináttutengsla við jafnaldrana. Auk þess getum við gengið út frá því, að börnin hafi hlotið að erfðum skapgerðareinkenni, sem kynnu að valda ein- angrun. Ef kennarinn veitir því athygli, að einhver nemandi forðast félagana, reynir hann að sjálfsögðu að leita or- sakanna og ráða bót á því, ef unnt er. Slík dæmi eru yfirleitt mjög fátíð. Hitt er algengara, að í ljós komi framir nemendur, sem leita mjög eftir vináttutengslum við ýmsa, en tekst ekki að ná þeim árangri, sem þeir óska. Þá er oft gott að fá hjálp frá einhverjum aðstoðar- mönnum í bekknum. Rannsóknir Reiningers1 hafa sýnt, að vissir nemendur hafa þörf fyrir að hjálpa og annast um aðra. Aðstoðarmennirnir hafa ósjaldan hæfileika til þess að nálgast aðra með nærgætni og háttvísi, án þess að sýna áleitni. Hafi aðstoðarmaðurinn ekki þegar haft samband við hinn einangraða, reynist yfirleitt auðvelt að vekja áhuga hans fyrir verkefninu. Venjulega þarf ekki annað en að víkja að því eins og af hendingu í sam- tali „undir fjögur augu“, að „Árni eigi dálítið erfitt. Hann vill áreiðanlega mjög gjarna vera með í flokki, en félagarnir færast undan. Ef einhver tæki hann að sér, mundi hann verða glaður og finna, að hann væri ekki einmana, stæði ekki einn.“ Aðstoðarmaðurinn laðar aðra að flokknum, og þannig kemst hinn einangraði í sam- bönd, sem hann hefði ekki sjálfur náð. Frá félagslegu sjónarmiði vinnur uppalandinn með mjög ósamstætt „hráefni“, og stendur öðru hverju and- spænis verkefnum, sem engin svör fást við. Þau þarf að reyna að leysa eins vel og unnt er. Vegna hinnar almennu og augljósu tilhneigingar barn- 1) K. Reininger: Das soziale Verlialten von Schulneulingen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.