Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 80

Menntamál - 01.04.1962, Page 80
70 MENNTAMÁL gefum engin fyrirmæli um það. (Sjá kaflann um stærð flokkanna.) Samstarfið innan flokkanna verður að þrosk- ast með frjálsum hætti og af áhuga hvers og eins, og allir verða að finna til þeirrar ábyrgðar, sem á þeim » hvílir. Barátta um völd og hugmyndir getur að sjálfsögðu átt sér stað öðru hverju, en þegar aðstaða leyfir, fá nem- endurnir tækifæri til að rökræða, hvað það er, sem gerir tillögu eða uppástungu mikils verða. Það er ekki vegna þess, að hún kemur frá Pétri eða Páli. Mikilvægi tillög- unnar felst að sjálfsögðu fyrst og fremst í því, að hún felur í sér góða og raunhæfa lausn á því vandamáli, sem fyrir liggur. Á þennan hátt öðlast nemendur okkar þá vitneskju, að undir vissum kringumstæðum geti hver og einn veitt fé- lögum sínum ýmiss konar aðstoð. Það verður auðvelt að gera þeim ljóst, þegar þeir eldast lítið eitt ,að frelsi fylgir ábyrgð á því, sem gert er eða látið ógert. Þess vegna þarf að reyna, hvort vinna skal eitthvert verk eða ekki, hvort rétt er eða rangt að gera þetta eða hitt, og síðan á að rannsaka framkvæmd verksins með gagnrýni. Þá skilja þeir smám saman, að á þeim hvílir ábyrgð, sem ekki er hægt að koma yfir á neinn annan. Ef til vill fer þá líka að gruna, að enginn er svo mikilhæfur, að hann verðskuldi að vera alltaf leiðtogi annarra. Hvernig byrjum við? Áhugasöm starfssystkin spyrja oft, hvernig bezt sé að byrja á „frjálsum skólastörfum“. Frelsið veldur ein- mitt því, að það er ekki hægt að setja upp neitt ákveðið kerfi. Það er aðeins hægt að gefa vissar bendingar og í sambandi við þær nefna nokkur mikilvæg dæmi. Bezt af öllu er það, að starfið hefjist svo að segja af sjálfu sér, þ. e. a. s. að nemendurnir biðji um að fá að vinna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.