Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1960, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1960, Page 21
EIMREIÐIN 9 hann er upphafsmaður að, þótt hann í það skipti standi álengdar. Þar með er líka forystuhlutverki hans í íslenzkum stjórnmálum lokið. En með því er ekki öll hans stjórnmálasaga sögð. Reyndar átti Valtýr manna mestan þátt í, að stjórnarskrárfrumvarpið næði fram að ganga, þó að nokkrum breytingum tæki frá því, sern hann fyrst hugsaði sér það, og þótt hann biði ósigur sem stjórnmála- foringi. Og hann var eigi aðeins leiðtogi sins flokks og upphafsmað- ur Landvarnarstefnunnar, heldur og faðir íslenzkrar flokksbarattu. Þegar allt þetta liat'ði gerzt, var Valtýr Guðmundsson aðeins rúm- fega fertugur að aldri, og mun sjaldgæft, að fátækur sveinn hefjist úr lítilsvirðingu og umkomuleysi til æðstu menntunar, virðingar- stöðu og megináhrifa með þjóð sinni á svo skömmum tíma. Ýmsir uiundu'telja, að heldur færi nú að halla undan fæti fyrir Valtý. Ork- ai' það þó tvímælis, ef rétt er ályktað. Þó að Valtýr biði á vissan hátt skipsbrot sem stjórnmálamaður, var honum fjarri skapi að láta hugast. Og álnigaeldur hans liafði síður en svo kólnað. Sigurður f'Uðmundsson hefur sagt um Valtý: „Það var sem í honum byggju þtír menn.“ Á Sigurður þar við hneigð Valtýs til fræðaiðkunar, stjornmálabaráttu og fjáröflunar. Xími hans til vísindastaifa jókst við það, að hann lét af ilokksforystu. Og þrátt fyrir ósigurinn á því sviði, gat hann áfram barizt fyrir mestu hugsjónamálum sín- um sem frömuður menningar og umbota 1 atvinnuhfi, fjai- og samgöngumálum þjóðarinnar. Hvað gengi sjális hans viðvék, þá er vafasamt, að Valtýr hafi tapað nokkru á að liverfa af vettvangi stjórn- uaálanna sem leiðtogi. Auðvitað hefur ósigur flokks þess, er hann Veitti forystu, og fall sjálfs hans í kosningunum 1902, valdið hon- Unr sárum vonbrigðum. Þar hefur metnaður lians beðið mikinn únekki. Sést það m. a. af harðri sókn Valtýs á hendur stjórnar Hannesar Hafsteins fyrir eyðslu og fleira í Eimreið 1904—06 og a þingi 1907, er sumum þótti nóg um. En Valtýr átti enn fram undan nieiri hluta starfsferils síns sem kennari, fræðimaður og ritstjóri Eimreiðarinnar. Vísindastörf dr. Valtýs, verða, sem sagt, eigi nánar rædd hér, og naut hann þó virðingar og trausts á því sviði, eins og m. a. sést aí því, að hann átti sæti í stjórn Hins konunglega norræna forn- ii'æðafélags frá 1892 til æviloka. Skal nú vikið að þeim þætti í ævi- störfum Valtýs, er mun liafa aflað honum ahnennastra vinsælda á íslandi, og er þó langt frá, að hann sé metinn að verðleikum: rit- stjórn hans. Líkt og Valtýr hefur með brautryðjandastarfi sínu í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.