Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1960, Síða 46

Eimreiðin - 01.01.1960, Síða 46
34 EIMREIÐIN legt, og lilaðið alls konar drasli: stílabókum, próiverkefnum, skýrsl- um, skírteinum, eyðublöðum og neftóbaksdósum. Vinstra megin við gluggann stóð skápur allhár og var skot milli lians og veggjar. í skápn- tim voru eðlisfræðitæki ýmiss kon- ar í opnum hillum og læstum hólf- um. Skólinn hafði eignazt sæmileg tæki fyrir nokkrum árum, og treysti skólastjóri engum til að varðveita slíka dýrgripi nema sjálfum sér. Tímdi hann varla að lána kennur- unum tækin til kennslu, nema með eftirgangsmunum. Það voru gestir hjá skólastjóra. Sjálfur stóð hann við skrifborð sitt, og sá ég strax, að honum var ein- hver meiri en lítill vandi á höndum. Hann var öðru hverju að dusta krít- ina af snjáðu kambgarnsfötunum sínum svörtu, án þess þó að gera sér á nokkurn hátt ljóst, hvað fyrir honum vakti í því starfi. Þetta var bara vani hans, og hann var jafn- krítugur sem áður. Þess á milli strauk hann grátt, lýjulegt yfir- skeggið eða lagfærði gleraugun, enda þótt þau sætu þar kyrfilega föst. í armstólnum sat fyrirferðarmik- ill maður, ekki ýkja hár, en gildur og ákaflega herðabreiður. Andlitið var breitt og mikilúðlegt, kjálkarn- 'ir miklir. Feitt andlitið var allt rjótt og nokkuð þrútið, dimmrauð- ir blettir í kinnunum. Ég kannaðist strax við manninn. Hann var einn af þekktustu athafnamönnum og kaupsýslumönnum bæjarins, eig- andi og forstjóri stórfyrirtækisins „Hjól og hemlar," og aðaleigandi félagsins „Gas & Gufa h.f.,“ auk þess sem liann var í stjórn fjölda annarra fyrirtækja. Hann var við- urkenndur harðskeyttur dugnaðar- maður, sem unnið hafði sig upp úr fremur litlum efnum með atorku og hagsýni. Nú sat hann þarna í tötralegri skrifstofu skólastjórans og reykti gildan Havannavindil og hafði sýnilega neytt öðrum upp á skóla- stjórann, enda þótt hann hefði skönrm á reykingum og yndi löng- um glaður við sínar neftóbaksdósir- Við eðlisfræðiskápinn stóð ann- ar gestur. Það var unglingspiltur, grannur og renglulegur, með jarpt, slikjulegt hár, vatnsblá augu. Hann var óupplitsdjarfur og var alltaf að fitla eitthvað við sjálfan sig, rétt eins og skólastjórinn. Skólastjóranum létti greinilega, þegar ég kom inn, og hann sneri sér umsvifalaust að mér: — Jæja, þú ert þá kominn þarna, góði. Sko, þessi ágæti maður er að færa okkur nemanda. Ágæti maðurinn rétti mér þrjú fingur til kveðju. Það gerði sonur hans líka. Annar gerði það af stæri- læti, hinn af feimni. — Drengurinn var í Suðurhverf- is-skólanum í fyrra, en ... hm • • • föður hans fellur ekki ... hm • • • alls kostar við þann skóla. — Það er enginn skóli, það hel- víti, sagði forstjórinn. Drengurinn lærði ekki neitt. Það er allt kennur- unum að kenna. Þeir nenna ekki að kenna og eru óhæfir til þesS starfs. — Er pilturinn ekki vel frískur? spurði ég. — Auðvitað er hann gaddhraust-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.