Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1960, Síða 48

Eimreiðin - 01.01.1960, Síða 48
miREIÐIN 30 irnir, hölum baslazt áfram án þeirra. Hann Jeit illkvittnislega á mig og skólastjórann. Hvorugur okkar hafði lokið því háskólanámi, sem við liöfðum byrjað á. Ég sá, að mér tjóaði ekki að and- mæla. — Þið takið þá drenginn af mér í landsprófsdeildina. Þetta var líkara skipun en til- mælum. — Ja, hvað segir þú um það? Skólastjórinn sneri sér enn að mér. — Þú hefur livort eð er mest með þennan bekk að gera. Mig langaði ekkert til að hjálpa honum úr þessari klípu, enda var ég á móti ]:>ví að taka piltinn. Mig langaði heldur ekkert til að gera þessum freka forstjóra neinn greiða. Hins vegar liefði ég kosið að gera eittlivað til að veita þess- um renglulega og lnælda dreng meira frjálsræði en hann leit út fyrir að liafa. — Þú sérð það sjálfur, skóla- stjóri, að pilturinn hefur ekki þá lágmarkseinkunn, sem við liöfum krafizt til þess að komast í þessa deild. Forstjórinn gaf skólastjóranum ekki tækifæri til að svara: — Hvern fjandann varðar ykkur íiim alómerkar einkunnir frá þess- um náskóla þarna suður frá. Ég kom með drenginn ltingað af því að ég hef heyrt, að hér sé sæmileg kennsla. F.n ef þið viljið ekki ... Það kom hótunarhreimur í rödd- ina. — Bíðið andartak, greip skóla- stjórinn fram í í ofboði. Hann var hræddur við þennan volduga mann. — Ja, hvað segir þú? spurði hann enn, í von um að ég sæi mig um hönd og hann gæti þar með velt einhverju af ábyrgðinni yfir á mig- — Ég hef þegar sagt mitt álit, svaraði ég miskunnarlaust. — Það er þitt að ákveða. Forstjórinn kipraði augun og horfði á okkur, tottandi vindilinn. Hann beið átekta í ólieillavænlegri þögn. Skólastjórinn vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. — Bíðið aðeins við ineðan ég lít í kladdann, tautaði lrann og fór að fletta einhverjum doðranti með fumkenndum handatiltektum, í al- geru tilgangsleysi, meðan hann var að reyna að komast að niðurstöðu um það livað gera skyldi. Hann vissi, að með því að taka piltinn í umrædda deild, var hann að brjóta ríkjandi reglur. En liann vissi líka, að forstjórinn var valda- mikill áhrifamaður, sem betra var að hafa með sér en móti. (Og nu var hann einmitt að berjast fyrir byggingu nýs skólahúss.) Ég hafði gefið piltinum auga meðan á jiessu samtali stóð. Fyrst hafði hann staðið eins og dæmdur þarna inni í skotinu; það datt hvorki af honum eða draup. En nú fóru eðilsfræðitækin 1 skápnum að draga athygli hans að sér. Eftir því sem hann virti þau lengur fyrir sér glaðnaði meira yhr honum, sauðarsvipurinn og tom leikinn þokuðu fyrir sívaxandi áhuga. Daufleg og syfjuleg augun urðu beinlínis skarpleg. Loks gleymdi hann því, að hann var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.