Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Borgarráð: Hlutabréf fyrir 4 millj. til reiðhallar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila borgarstjóra að verja ailt að 4 milljónum króna til kaupa á hlutabréfum í Reiðhöil- inni hf. á næstu tveimur árum. I borgarráði var lagt fram bréf Reiðhallarinnar varðandi ijárstuðn- ing vegna byggingu reiðhallar. Að því tilefni lagði Sigutjón Pétursson fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg gerðist hluthafi í fyrirtækinu. Tillöguna rökstuddi hann þannig: „Reiðmennska er vin- sæl meðal almennings til útivistar og sem íþrótt ákaflega vinsælt tóm- stundagaman æskufólks, eins og könnun æskulýðsráðs á tómstund- um unglinga leiddi í ljós.“ Nýjar reglur á varðskipunum: Skipslj ómarmönn- um ber að tilkynna um merki neyðarsenda NÝJAR reglur hafa verið settar á varðskipum um viðbrögð þegar skipverjar heyra í neyðarsendum. Að sögn Þrastar Sigtryggssonar, skipherra í stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar, eru þessar reglur settar vegna gagnrýni í kjölfar flugslyssins við Arnarnes fyrr í vetur. Þá heyrði varðskip merki frá neyðarsendi, en tilkynnti ekki um það til stjórnstöðvar. Reglumar kveða á um að í hvert Landhelgisgæslan: Þyrlan sótti slasaðan sjómann Barðaströnd. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann til Barðastrandar á miðvikudag- inn. Ekið var með sjómanninn frá Patreksfirði, þar sem þyrl- an gat ekki lent þar. Komið var með slasaðan sjó- mann til Patreksfjarðar á mið- vikudagsmorgunun. Að áliti læknis á Patreksfírði þurfti að koma manninum strax til Reykjavíkur. Þyrlan var send vestur þá um morgunin, en varð að snúa við vegna veðurs. Reynt var aftur seinnipartinn, en veður var svo vont á Patreksfírði að ákveðið var að reyna lendingu í Hrísnesi á Barðaströnd. Tókst lendingin þar mjög vel og komst sjúklingurinn suður. SJÞ skipti, sem heyrist í neyðarsendi, beri skipstjómarmönnum að tilkynna það til næstu strandstöðvar Land- símans og stjómstöðvar Landhelgis- gæslunnar. Þröstur sagði að áður hefði það verið mat skipstjómar- manna hveiju sinni hvort þess gerðist þörf. „Það gerist alloft að varðskipin heyri til neyðarsenda sem virðast vera staðsettir í eða við hafnir. Oft- ast er um bilaða senda eða mannleg mistök að ræða. í þessu ákveðna til- felli heyrðu skipstjómarmenn í sendi í skamma stund og töldu að hann væri í nálægri höfn. Þar sem miðun- artæki var ekki um borð í varðskipinu reyndist ekki unnt að miða sendinn út. Nú er tryggt að í hvert sinn sem slík merki heyrast verði haft samband við Tilkynningaskylduna og Flug- málastjóm til að ganga úr skugga um hvort ástæða sé til að óttast að skip eða flugvél hafí orðið fyrir skaða," sagði Þröstur. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Magnús Á. Gunnarsson formaður stjómar útflutningsr- áðs handsala samninginn í gær. Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra og Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs sitja þeim til sitthvorrar handar. Viðskiptafulltrúar taka til starfa í sendiráðum Útf lutningsráð gengur til sam- starfs við utanríkisráðuneytið MAGNÚS Gunnarsson formað- ur stjórnar útflutningsráðs og Matthías Á. Mathiesen utanrík- isráðherra undirrituðu í gær samning um samstarf á sviði útflutnings og markaðsmála. Með honum er hrint í fram- kvæmd því stefnumiði útflutn- ingsráðs að viðskiptafulltrúar fái aðstöðu í sendiráðum ís- Iands. Viðskiptafulltrúi starfar nú á aðalræðisskrifstofunni í New York, en á næstunni taka til starfa fulltrúar við sendiráð- ið í Kaupmannahöfn og í Þýskalandi. Þeir hlíta sömu reglum og njóta sömu réttinda og embættismenn utanríkis- þjónustunnar, en útflutnings- ráð greiðir laun þeirra og kostnað við markaðsaðgerðir. Undirritun samningsins fór fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Viðstaddir voru Matthías Bjamason viðskiptaráð- herra, starfsmenn ráðuneytanna og stjórn útflutningsráðs. Við þetta tækifæri kynnti Magnús Gunnarsson hugmynda- samkeppni útflutningsráðs, sem er liður í undirbúningi kynning- arátaks á íslenskri framleiðslu. Hyggst ráðið koma sér upp merki og vígorði sem einkenna munu markaðsaðgerðir erlendis og verða sameiningartákn útflytj- enda. Tvær aðgreindar dómnefnd- ir velja úr tillögum. Skilafrestur í samkeppninni er til 1. júní á þessu ári. I reglum samkeppninnar er kveðið á um að vígorðið lýsi þeirri sameiginlegu ímynd sem íslend- ingar vilja koma á framfæri erlendis. Æskilegt er að það og merkið beri íslensk sérkenni. Ein verðlaun verða veitt í hvorum flokki, 250.000 krónur fyrir merk- ið og 150.000 krónur fyrir vígorð- ið. Unnið að opnun sjúkradeilda: Fæstir sjúklinganna verða lagðir inn aftur UNNIÐ var að opnun deilda á sjúkrahúsunum í gær, þegar Ijóst varð að uppsögnum sjúkraliða hafði verið frestað um þijá sólarhringa. Einhver brögð voru þó að því að vaktir væru ekki fullmannaðar, en það skýrðu forráðamenn Icelandic Freezing Plants í Grimsby: Salan í marz 33% meiri en í fyrra Sölutap vegna verkfalls sjómanna um 70 milljónir króna ICELANDIC Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtæki SH í Bretlandi, seldi í marzmánuði flök og fiskrétti fyrir 180 milljónir króna, en 135 milljónir í sama mánuði í fyrra. Aukningin er um 33%. Hins vegar er sala fyrstu þijá mán- uði ársins 3% minni en á sama tíma í fyrra, fyrst og fremst vegna verkfalls sjómanna í janúar. í marzmánuði voru flök seld um að heiman dróst sala þeirra fyrir 120 milljónir króna, en 84 milljónir í fyrra. Aukningin er um 43%. Sala fiskrétta nam 54,6 millj- ónum króna nú en 50,7 í fyrra og jókst því um 8%. Heildarsalan frá áramótum nemur 415,7 milljónum króna, en var á sama tíma í fyrra 429,3 milljónir. Sala flaka dróst saman um 11% en sala fiskrétta jókst um 17%. Vegna skorst á flök- saman um 54 milljónir króna í jan- úar miðað við sama mánuð í fyrra og um 15 milljónir í febrúar. Ólafur Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að lengri tíma þyrfti til að vinna upp áfallið vegna verkfallsins, sem valdið hefði illbætanlegu tjóni. Meðan fyrirtækið hefði verið físklaust hefðu Norðmenn komið inn á markaðinn með mikið af smáfíski og fyllt allar gáttir. Þeir hefðu síðan farið að bjóða verðið niður hver fyrir öðrum með þeim afleið- ingum að nauðsynlegt hefði verið að lækka verð á íslenzku smáflök- unum líka. Það hefði reyndar ekki farið eins mikið niður og hjá Norð- mönnunum og verð á stærri flökunum hefði haldizt. Hefði þessi staða ekki komið upp væri dæmið á allt annan veg, því þá hefði fyrir- tækið getað haldið sölusamböndum sínum fyrir sig og Norðmönnum utan við söluna að miklu leyti. Með því móti hefði verið hægt að selja miklum mun meira en ella. spítalanna þannig að starfs- mennirnir hefðu ekki áttað sig á frestuninni í tæka tíð. Aðeins örfáir þeirra sjúklinga er út- skrifaðir voru fyrir mánaða- mótin sneru aftur á spítalana í gær. Þrátt fyrir tímabundna lausn sjúkraliðadeilunnar er enn röskun á starfsemi ríkisspítalanna. Á Landspítalanum, Vífílsstöðum og Kleppsspítala eru um 130 háskóla- menntaðir starfsmenn búnir að segja upp eða í verkfalli. Þá er starf- semi Blóðbankans í algjöru lág- marki, en tryggt er að blóð verði fyrir hendi þar sem þess er þörf. Þannig fóru fram aðgerðir á slysa- deild Borgarspítalans aðfaranótt miðvikudags þar sem blóðgjöf var með eðlilegum hætti. Lítill hluti þeirra sjúklinga sem útskrifaðir voru vegna uppsagn- anna verður lagður inn að nýju. „Við sendum ekki þá sjúklinga heim sem voru mikið veikir. Flestir þeirra áttu að útskrifast allra næstu daga þannig að þetta fólk kemur ekki aftur á spítalann," sagði Logi Guð- brandsson, forstjóri Landakotsspít- ala. Forstjórar Borgarspítala og Landspítala tóku í sama streng. Allir starfsmenn heimahjúkrunar Heilsuvemdarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg mættu til vinnu í gærmorg- un. Að sögn Margrétar Þorvarðar- dóttur hjúkrunarframkvæmda- stjóra var því hægt að veita sjúklingum fulla þjónustu. Vegna yfírvofandi uppsagna hefur heima- hjúkmn ekki tekið við nýjum sjúklingum að undanförnu, en von- ast er til að hægt verði að gera það næstu daga. „Við vonum að þetta samkomulag haldi. Auðvitað var þeim starfsmönnum sem sagt höfðu upp illa við að þurfa að bregðast skjólstæðingum sínum á þennan hátt,“ sagði Margrét. Lögðu hald á hass, bjór og kjöt Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavik gerði fjórar hús- leitir i borginni á þriðjudag, auk þess sem leitað var í flutn- ingaskipinu ísbergi, sem bggur í Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan lagði hald á hass í húsleitunum, en ekki var um mik- ið magn að ræða. Um borð í Isberginu fundust engin fíkni- efni, en nokkuð magn af smygl- vamingi, svo sem bjór og kjöt. Einn skipveija er þó í haldi vegna gruns um fíkniefnamisferli og lagði lögreglan í gær fram kröfu um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.