Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 3 Morgunblaðið/V aldim.G. Vörubíllinn sem valt af einum varnargarðinum í Þjórsá. Óhapp við lagn- ingu varnar- Igarða í Þjórsá Gaulverjabæ. UNNIÐ er þessa dagana að lagn- ingu varnargarða i Þjórsá milli bæjanna Mjósyndis og Feijuness í Villingaholtshreppi. Það óhapp varð við verkið, að vörubíl hvolfdi út í ána. Engin slys urðu. Festing pallsins við vörubílinn mun hafa gefíð sig öðru megin er verið ivar að sturta. Kom þá slagsíða og valt bíllinn um leið. Með tilkomu virkjananna hefur vetrarrennslið aukist og er landbrot Þjórsár mikið á þessu svæði. Kristján Ásmundsson í Ferjunesi sagði þó ís jog jakaburð í ánni heldur minni síðan j Sultartangastíflan kom. Verkið er unnið á þann hátt að stuttir garðar eru lagðir þvert út í ána. Koma þeir á 100 metra bili og er áætlað að beina straumnum frá bakkanum. Einnig á að minnka jaka- iskrið með bökkunum. Efnið er tekið í landi Sýrlækjar þama rétt hjá. Vélar við verkið eru frá Suðurverki á Hvolsvelli og vöm- bílar úr nágrenninu. Þess má geta að bærinn í Feijunesi var síðast færð- Áin étur mjög undan sandbökk- unum. ur á 19. öld undan ágangi árinnar. Einnig mun býlið Mjósyndi hafa ve- rið fært nokkrum sinnum gegnum aldimar. _ Valdim. G. Fiskmarkaðarnir í Þýzkalandi: 65 krónur fyrir kíló af blálöngu TÖLUVERT hefur verið um sölu á gámafiski erlendis undanfarna daga. Verð hefur verið þokkalegt fyrir flestar tegundir og komizt injög hátt fyrir kola, ufsa og blá- löngu. A mánudag voru seldar héðan 180 lestir úr gámum í Bretlandi. Heildar- verð var 12,4 milljónir króna, meðalverð 68,80. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 64,06 krónur á kíló, ýsu 72,46 og kola 82,80. Á þriðjudag voru á sama stað seldar 364 lestir að verðmæti 24 milljónir króna, með- alverð 65,44. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 62,66 krónur, 71.54 fyrir ýsu og 66,86 fyrir kola. Töluvert af físki var selt með þessum hætti á miðvikudag. Endanlegar tölur lágu ekki fyrir þann dag hjá LÍÚ, en verð var svipað og á þriðjudag. Á miðvikudag var seldur fiskur úr 18 gámum í Þýzkalandi. LÍÚ höfðu síðdegis borizt upplýsingar um verð úr 8 þeirra, samtals 124,5 lest- um. Heildarverð var 7 milljónir króna, meðalverð 56,16. Fyrir karfa fengust að meðaltali 52,96 krónur, 54,89 fyrir ufsa og 64,84 fyrir blá- löngu. Skemmdarverkin á eigum Hvals hf Bandaríkjamönnum og Bretum send gögn ' LOK ASKÝRSL A, sem rannsókn- arlögregla ríkisins hefur unnið um skemmdarverkin á eigum Hvals hf., er nú komin til dóms- málaráðuneytisins og verður send til Bandarílý'anna og Bretlands á næstunni. í skýrslu rannsóknarlögreglunnar er atburðarás hér á landi rakin ítar- ; lega. Að sögn Hjalta Zóphóníasson- ar, deildarstjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er búið að vélrita upp og fjölfalda viðtöl sem tekin voru við Paul Watson og Rodney Coronado í Bandaríkjunum. Watson er forsvars- maður Sea Shepherd-samtakanna, sem stóðu að baki skemmdarverkun- um, en hann er búsettur í Kanada. Bandaríkjamenn höfðu óskað eftir frekari uppýsingum um málið, þar sem Rodney Corodano er búsettur þar, en frá Bretum hefur ekkert heyrst. Félagi Coronado, sem kom með honum hingað til lands, David Howitt, er Breti. íslensk yfirvöld eru nú að velta fyrir sér leiðum til að koma lögum yfír mennina. og hljótt“: Egill, Sverrir og Diddú syngja bakraddir og leika á hljóðfæri Hjálmar H. Ragnarsson verður hljómsveitarstjóri EUROVISION-lag Valgeirs Guðjónssonar „Hægt og hljótt“ hefur breytt töluvert um svip frá því sem áður var. Reglur keppninnar kveða á um að sex listamenn megi koma fram I hveiju lagi og mun Valgeir nýta sér þann möguleika. Hann hefur bætt inn þremur hljómlistarmönnum, sem jafnframt munu syngja bakraddir í laginu, sem flutt verður í Brussel þann 9. maí nk. Ásamt þeim Höllu Margréti rafmagnsbassa og syngja bak- Ámadóttur söngkonu og Valgeiri, rödd. Sverrir Guðjónsson mun sem leikur á flygil og syngur bak- leika á trommur og syngja bak- rödd, mun Egill Ólafsson leika á ' rödd og Sigrún Hjálmtýsdóttur mun leika á hljómborð og einnig syngja bakrödd. Hjálmar H. Ragn- arsson verður hljómsveitarstjóri strengjasveitarinnar og Kolbrún Halldórsdóttir mun kynna keppn- ina fyrir Islendingum í beinni útsendingu. Bannað er að leika keppnislag hvers lands í útvarpi frá því að ljóst er hvaða lag mun keppa fýr- ir hönd hvers lands og þar til aðalkeppnin hefur farið fram. Laugavegi 66, sími: 45800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.