Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 18

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 John Speight, baritonsöngvari: Mér finnst þetta svo fín tónlist HJÓNIN John Speight, bariton- söngvari og Sveinbjörg’ Vil- hjálmsdóttir, pianóleikari, halda ljóðatónleika i Bústaðakirkju í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.30. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Ludwig van Beet- hoven, Ich Liebe Dich, Adelaide og ljóðaflokkurinn An die ferne geliebte, og verk eftir Ralph Vaughan Williams, Linden Lea, Silent Noon og ljóðaflokkurinn Songs of travel. Þau hjónin kenna bæði við Tón- skó'a Sigursveins, auk þess sem Sveinbjörg rekur tónlistarskóla á Álftanesi. Þau hafa haldið tónleika víða um land, nú síðast á Akranesi og í Njarðvík. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti við þau stutt spjall um (Morgunblaðið/Bára) Hjónin John Speight og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir fyrirhugaða tónleika í Bústaða- kirkju. „Ég setti þetta prógram svona saman vegna þess að hvorki Beet- hoven né Vaughan Williams eru taldir fyrsta flokks sönghöfundar," sagði John. „Mér finnst þetta svo fín tónlist og vil sanna fyrir fólki að þetta er fyrsta flokks tónlist. Þar fyrir utan eru tengsl á milli verka Beethovens og Williams. Við flytjum Beethoven verkin fyrir hlé og verkin eftir Williams eftir hlé. Ljóð beggja höfundanna eru mik- ið tengd náttúrunni. Hjá Beethoven fjalla þau um mann sem liggur úti í náttúrunni og hugsar um ástina sína sem er fjarri. Hann hugsar sér allskonar leiðir til að koma hugsun- um sínum til hennar. í ljóðum Williams er um flakkara að ræða og hann er líka í ástarsambandi við stúlku. Hann er haldinn þessari ferðaþrá og fer frá henni. Þar erum við afatur komin með fjarlægð milli elskendanna. Svo er það kannski tilviljun að milli Beethovens og Williams eru viss tengsl. Þeir sömdu báðir níu sinfóníur. Níunda sinfónía Beetho- vens er samin fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Þannig er 1. sinfónía Williams líka. Þriðja sinfónía Will- iams heitir Pastoral sinfónían en það er líka nafnið á 6. sinfóníu Beethovens." #■ / / NYJUNG A ISLANDI KYNNUM Marie Sohl heimilislínan hefur fariö sigurför um Noröurlönd. Dönsk gæðavara í sérflokki. Nú getum við boðið upp á þessa fallegu og vönduðu framleiðslu hér á íslandi. Sölustaðir: Z-brautir og gluggatjöld, Ármúla 32. Hannyrðaverslunin íris, Selfossi. Amaro, Akureyri. Versl. Einars Guðfinnssonar, Bolungarvik. Femina, Keflavík. Nýja línan, Akranesi. t Sunnudaga- skóli Há- teigskirkju SUNNUDAGASKÓLI Háteigs- kirkju stendur fyrir fjölskyldu- ferð til Útskálasóknar sunnudaginn 5. apríl nk. Brottför verður kl. 9.30 og áætlaður komutími verður kl. 15.30. Skráning er á viðtalstíma sóknar- presta Háteigskirkju (mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11.00-12.00 og þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga kl. 17.00-18.30). Böm yngri en 7 ára þurfa að vera í fylgd fullorðinna eða eldri systkina. Kostnaður mun verða 150 kr. á marin. Matreiðslu- bækur frá AB BÆKURNAR Ofnréttir og Kök- ur með kaffinu eru komnar út hjá Matreiðsluklúbbi Almenna bókafélagsins. í frétt frá bókafélaginu segir: „í bókinni Ofnréttir eiga allir réttimir það sameiginlegt að þeim er stung- ið í ofninn. Að öðru leyti eru þeir mjög ólíkir því hráefnin em frá- bmgðin; fiskur, kjöt, grænmeti og ávextir. f Kökum með kaffinu er að fínna uppskriftir að safaríkum kökum með ávöxtum og berjum, hnetum og möndlum í deiginu svo eitthvað sé nefnt. Báðar bækurnar em ríkulega skreyttar með litmynd- um af girnilegum kökum og rétt- um.“ Með þessum tveimur nýju bókum fylgir til áskrifenda eintak af Hjálp- arkokknum sem er blað matreiðslu- klúbbsins með húsráðum og uppskriftum. f<onica C0L0UR-SLIDES FILNIUR 135x36 AÐEINS KR. 295.- # # Dreifing; TOLVIISPIL HF. simi: 68-72-70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.