Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Holland Electro er engin dægursuga. í meira en áratug hefur hún verið í efsta sæti íslenska ryksuguvinsældalistans. Astæðurnar eru augljósar. Holland Electro hefur allt aö 1200 watta mótor, en það tryggir aukinn sogkraft. Sogkraftinum er stjómaö meö sjálfstýringu þannig aö þykkustu teþþin sleppa ekki. Bilanatíöni Holland Electro er mjög lág, en samt er mikil áhersla lögö á góða viðgerða- og varahlutaþjónustu. Holland Electro býöur sérstaka teppabankara til að fríska teppin upp. Holland Electro kann tökin á teppunum. Útsölustaðir Holland Electro. Reykjavík: Domus, Laugavegi 91. Jón Loftsson hf., Hringbraut 121. Rafbraut sf., SuÖuriandsbraut 6. BV-bósáhökJ, Lóuhólum 2-6. Goshf.,Nethyl3. Kf. Borgfiróinga, Borgarnesi. Trésm. Akur, Akranesi. Verzl. Vik, Ólafsvík. Verzl. Húsiö, Stykkishólmi. Kf. Hvammsfjaröar, Búðardal. Kf. V-Baröstrendinga. Patreks- flrðí. Kf. Dýrfirðinga, hingeyri. EinarGuÖfinnsson hf., Bolungar- vík. Verzl. Vmnuver, ísafirði. Kf. Steingrimsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Húnvetninga, Hvamms- tanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkrókl. Verzl. Valberg, Ólafsfirði. Kf. Eyfirðinga, Akureyri. Raftækni, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Kf. N-Þingeyinga. Kópaskeri. Kf. N-Þingeyinga, Raufarhöfn. Kf. Langnesinga, Þórshöfn. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði. Kf. Héraösbúa, Egilsstöðum. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraösbúa, Reyðarfirði. Kf. Fram, Neskaupsstað. Pöntunarf. Eskfiróinga, Eskifirði. Kf. Fáskrúösf., Fáskrúðsfirði. Kf. Skaftfellinga, Höfn, Hornaf. Kf. V-Skaftfellinga, Vík, Mýrdal. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Kf. Þór, Hellu. Verzl.Grund, Flúðum, Hrunam.hr. Kf. Ámesinga, Selfossi. Byggingav.verzl Hverageröis, Hveragerði. Raft.verzl. Kjami sf., Vestmanna- eyjum. Kf. Suðumesja, Keflavík. Verzl. Stapafell hf., Keflavík. Kf. Hafnfiróinga Hafnarfirði. Rafhahf., Hafnarfirði. Alþingi undirbýr fyrsta f erðamálaskólann Island ráðstefnuland framtíðarinnar eftir Gunnar G. Schram Nokkrum dögum áður en Alþingi var slitið í síðustu viku samþykkti það einróma þingsályktunartillögu sem ég flutti í vetur um kennslu í ferðamál- um. Hún mun væntanlega verða upphafíð að fyrsta ferðamálaskólan- um hér á landi. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hraða undirbúningi að skipulegri kennslu í ferðamál- um. Veitt verði menntun í þeim greinum sem tengjast alhliða ferðmannaþjónustu svo að ekki þurfi lengur að sækja grundvall- arnám í þessari ört vaxandi atvinnugrein til annarra landa." Tilgangurinn með þessari tillögu var að vekja athygli á nauðsyn þess að komið verði á skipulegri kennslu í ferðamálum hér á landi, þar sem ungt fólk sem áhuga hefur á fram- tíðarstörfum í ferðamálum geti sótt menntun sína í þessari vaxandi at- vinnugrein. Samþykkt hennar markar tímamót í þessum efnum og er ekki vafl á að margir eiga eftir að nýta sér þá nýju menntunarmöguleika sem hér eru lögð drög að. Grein í örum vexti Ferðamannaþjónusta er sú atvinnu- grein sem um þessar mundir er í einna mestum vexti af öllum greinum at- vinnulífsins hér á landi. Allar líkur eru á að sú þróun muni halda áfram á næstu árum og ferða- málin verði æ mikilvægari þáttur í þjóðarbúskap okkar íslendinga. Til þess að svo megi verða er þó nauðsyn- legt að búa vel að þessari starfsemi og það á ekki síst við um menntun þeirra sem að ferðamálum starfa. Þeir sem vilja starfa við ferðamál og mennta sig f þeim efhum verða Gunnar G. Schram „Þeir sem vilja starfa við ferðamál og mennta sig í þeim efnum verða nú að sækja menntun sína að langmestu leyti til skóla erlendis. Það nám er dýrt o g hefur reynst mörgum ofviða af þeim sökum.“ nú að sækja menntun sína að lang- mestu leyti til skóla erlendis. Það nám er dýrt og hefur reynst mörgum of- viða af þeim sökum. Hve er nauðsynin? Spyija má hver sé nauðsyn þess að stofna slíkan skóla. Því er best svarað með að benda á hve mikill fjöldi manna starfar nú þegar við ferðamannaþjónustu og hvert er orðið mikilvægi ferðamála í íslenskum þjóð- arbúskap. Á síðasta ári er áætlað að ársverk þeirra, sem störfuðu að ferðamálum, hafl verið um 3.500 og stefnir þar í verulega aukningu. Til samanburðar við aðrar atvinnugreinar má nefna að vægi ferðaþjónustu á vinnumark- aði er nú heldur meira en allrar bankastarfsemi í landinu. Þessi staðreynd sýnir að tímabært er orðið að koma á skipulegri fræðslu- starfsemi fyrir þann mikla fjölda, sem að ferðamálum vinnur, ekki síst með það í huga að allar vonir standa til að veruleg aukning verði á þessu sviði á næstu árum. Er það ekki síst vegna vaxandi kynningar á íslandi erlendis, m.a. í kjölfar leiðtogafundarins sem hér var haldinn í haust. Miklar gjaldeyristekjur — 4 milljarðar Mikilvægi ferðaþjónustunnar má einnig sjá af því að nú skilar hún meiri tekjum í þjóðarbúið en margir gera sér ljóst. Á þessu ári munu gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönnum nema um fjórum milljörðum króna og er þá ekki tekið tillit til „duldra gjaldeyristekna". Hinar beinu gjald- eyristekjur eru um 7% af heildarút- flutningstekjum þjóðarinnar og jafngilda um 40% af útflutnings- tekjum allra frystra fiskafurða landsmanna. Af þeim tölum sést hve gildur þáttur í þjóðarbúskapnum ferðamannaþjónustan er þegar orðin. En hér er ekki aðeins um það að ræða að ferðamannaþjónustan stór- bætir gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar. Aðrar atvinnugreinar hafa einnig hag af henni. Má þar nefna auknar tekjur „Þessir strákar halda boltanum gangandi Þeir verda að geta treyst á reglulegar tekjur liðsins.' Siguröur Svavarsson Umsjónarmaður getraunamála Knattspyrnudeildar FRAM „Islcnskar getraunir eru félag sem stofnað er til að afla fjár til stuðnings íþróttaiðkunar á veguni áhugamanna um íþróttir á Islandi í féjögum innan Ung- mennáfélags Islands og ÍJirótta- sambands Islands." Ur reglugerð fyrir íslenskar getraunir ISLENSKAli UllTRA UNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.