Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 FASTA Fasta er ekkert nýtt fyrirbæri og um hana má lesa bæði í Biblíunni og Kóraninum. Með föstu og bænum átti viðkomandi að komast í nánari snertingu við guð- dóminn. í kristni og gyðingatrú hefur fastan verið tengd sjálfsafneitun og yfirbót, og var fastað einn dag í viku, föstudag eða miðvikudag, nema við sérstök tækifæri eins og á páskaföstu eða lönguföstu, sem stóð 40 dagana fyrir páska. Þegar fastað er af trúarástæð- um þarf það alls ekki alltaf að hafa í för með sér að viðkom- andi megi ekki neyta matar. Hjá múhammeðstrúarmönnum er níundi mánuður ársins, ramad- an, föstumánuður, og í þeim mánuði mega þeir rétttrúuðu" ekki neyta matar frá sólarupprás til sólseturs, en ekkert bannar þeim að borða að næturlagi. Nú er venjulega fastað til að grenna sig. Þá er algengt að neyta einungis vökva, en ekki fasts fæðis, og fastan stendur allt frá einum degi upp í nokkr- ar vikur. Sumir láta sér nægja að neyta einungis vatns þegar þeir fasta, en það er ekki venj- an. Fleiri fá sér te, saft og kjötseyði auk vatns, og fá þann- ig um 400 hitaeiningar á dag auk næringarefna. Af hveiju að fasta? Oft er tilgangur föstunnar ekki aðeins sá að grenna sig. Margir telja föstuna hreinsa líkamann. Sumir fasta til að forðast sjúkdóma, aðrir halda því fram að fastan kenni þeim að þekkja sjálfa sig betur. Fastan snýst því ekki aðeins um líkamlega næringu. Sjálfsagt er að hægja örlítið á ferðinni þegar fastað er, því margir þreytast fyrr, fá höfuð- verki eða eru illa fyrirkallaðir meðan á föstunni stendur. Þótt fastan geti verið árang- ursrík fyrir þá sem vilja megrast, er það því miður oftast svo að aukakílóin sem hverfa koma fljótt aftur að föstu lokinni. Aðallega er það vegna þess að þá taka flestir upp hefðbundnar matarvenjur á ný, en svo hefur líkaminn einnig lært af sultinum og nýtir næringuna betur á eftir. Hvað gerist? Líkaminn geymir birgðir af kolvetni, fitu og hvítu (prótíni). Ef líkaminn hættir að fá nær- ingu, gengur hann á þessar birgðir til að halda eðlilegri starfsemi. Kolvetnisbirgðimar eyðast á um sólarhring, en kol- vetnið er mjög nauðsynlegt fyrir efnaskiptin. Meðal annars bygg- ist heilastarfsemin á glúkósa, sem er kolvetni. Ef það er upp urið tekur líkaminn að vinna orkuria úr hvítu, en smám saman breytast efnaskiptin og líkaminn fer að vinna orkuna úr fitunni, og þá er tilgangi föstunnar náð. Engum verður meint af að fasta einn dag í viku, þvert á móti! Og það gæti verið góð hugmynd að fasta fyrsta daginn eftir stórhátíð. Einnig er gott að venja sig á að borða ekki nema þegar þörf krefur. Það þarf ekki að láta vanann ráða mataræðinu. (Lauslega þýtt.) AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Vandamálin hrannast upp hjá Gandhi og hann ræður ekki neitt við neitt EINS og sagt hefur verið frá í fréttum skutu Indverjar upp fyr- ir nokkrum dögum fyrsta gervihnettinum, sem þeir höfðu smíðað hjálparlaust. Að sjálfsögðu var forsætisráðherrann Rajiv Gandhi mættur til að fylgjast með þessum merkis atburði. Hnötturinn þeyttist af stað upp i himinhvolfið, en siðan bilaði tækjabúnaður- inn og hnötturinn steyptist niður í Bengalflóa. Sögðu þá sumir blaðamenn hver við annan og síðan í frásögnum sinum: skyldi Gandhi hafa orðið hugsað um sinn eigin feril, þegar hann sá hnöttinn þeytast upp og hrynja síðan niður? Fyrir tveimur árum, þegar Rajiv tók við völdum, að móð- ur sinni myrtri, naut hann alls- heijar samúðar og miklar vonir voru bundnar við hann. Vitanlega flæktist inn í afstöðu manna óraunsætt tilfinningaflóð, vegna morðsins á Indiru Gandhi. Þegar málið er íhugað var fullkomlega óraunhæft að ganga út frá því sem gefnu, að Rajiv væri fær um að axla þá byrði sem í því fólst að stjóma Indlandi. Lengi vel naut Gandhi þó þess við hvaða aðstæður hann tók við. En hveitibrauðsdagar standa aldr- ei endalaust og smám saman hefur harðnað á dalnum og í augnablikinu er það einkum tvennt, sem hefur orðið til að veikja stöðu hans og er þá kurteis- lega til orða tekið. I nýafstöðnum kosningum í ríkjunum Keraia og Vestur Bengal, tapaði flokkur hans og hafði Rajiv Gandhi beitt sér af alefli og lagt mikið undir. Þetta varð hið mesta áfall fyrir hann. Það var rétt búið að birta þessi kosningaúrslit, þegar annað mál kom upp, sem hefur vakið úlfaþyt. í blaðinuIndian Express birtist sem sagt bréf, sem forseti lands- ins Zail Singh , skrifaði Rajiv Gandhi þann 9.marz síðast liðinn. Þar kvartar forseti Indlands und- an því fullkomna virðingarleysi, sem Gandhi sýni honum, með því að sniðganga hann fullkomlega og láta hann aldrei vita um meiri háttar ákvarðanir stjómarinnar, og hann hafí því engin tök á að fylgjast með nema í fjölmiðlum, hvað sé að gerast. Forsetinn seg- ir, að á þessum árum sem eru liðin, frá því Rajiv Gandhi tók við starfí, hafí hann aðeins tvívegis rætt við sig. Þessi vinnubrögð getur forseti ekki fallizt á, að séu lýðræðisleg og beri raunar vott um að Rajiv Gandhi kunni ekki einföldustu mannasiði og almennt sé þessi framkoma með ólíkind- um. Þegar blaðið hafði birt bréfið til forsætisráðherrans, varð vitan- lega hið mesta fjaðrafok í innsta hring forsætisráðherrans og var í skyndi efnt til fundar til að ræða málið. Hætt er við því að það geti orðið erfitt fyrir Gandhi að leiða ásakanir forseta síns hjá sér ellegar koma sér út úr því á sann- færandi hátt, þar eð Singh fer ítarlega í málið og rekur ótal dæmi, því til staðfestingar, sem hann heldur fram. Rifjað er upp, að samskipti Gandhis og Singh forseta vom hin ágætustu í upphafi. Singh hafði verið dyggur stuðningsmað- ur Indiru Gandhi og hann hafði verið forsætisráðherra í Punjab, áður en Indira ákvað að hann skyldi gerður að forseta landsins. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Meðan hann var hæstráðandi í Punjab, átti hann hvað mestan þátt í að móta og framfylgja stefnu sem miðaði að því að draga úr áhrifum sikaflokksins Akali Dal. Að vísu rejmdist margt af þvi sem hann beitti sér fyrir, tvíeggjað síðar, en mæltist veí fyrir hjá Indiru Gandhi á sfnum tíma. Það var Indiru Gandhi að skapi, að menn lytu vilja hennar í einu og öllu. En fram af sumum var þó gengið, þegar Singh lýsti því yfír, að hann myndi „gera allt sem Indira skipaði honum, jafnvel að skúra gólf.“ Þegar Indira Gandhi var myrt, var það Singh sem bar fram þá tillögu að Rajiv Gandhi yrði skipaður eftirmaður hennar umsvifalaust.Margir sögðu, að með því væri hann að koma sér í mjúkinn hjá Rajiv. En það hefur bersýnilega ekki dugað lengi. Eftir glæsilegan kosninga- sigur Rajivs nokkrum mánuðum síðar, virðist sem hann hafí ein- faldlega látið forsetann sigla sinn sjó og hefur naumast skeytt um að mæla hann máli síðan. Þegar öldur risu sem hæst í Punjabdeilunni hitnaði enn í kol- unum, því að Singh, sem er siki, taldi að hann fengi ekki að fylgj- ast á eðlilegan hátt með fram- vindu mála. Hann lét í Ijós áhuga á að vera boðinn til Punjab og áleit, að hann gæti á einhvem hátt beitt sér fyrir málamiðlun. Forsvarsmenn í Punjab komu sér undan að fá forsetann f heimsókn og Singh grunar að það hafí ve- rið að undirlagi Rajivs Gandhi, sem ekki hafi getað hugsað sér að neinn yrði til að skyggja á sig. Lengi vel var látið líta svo út, að allt væri kyrrt á milli Gandhi og Singh. Síðla árs 1985 sökuðu nokkrir þingmenn Congress I flokksins svo forsetann um að hafa dregið taum aðskilnaðar- sinna sika og að hann hefði lekið trúnaðarupplýsingum um aðgerð- ir indverskra hermanna í Punjab. Síðan dró til enn frekari tíðinda, Zail Singh, forseti Indland þegar forsetinn neitaði að undir- skrifa lög, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir, að opna mætti póst manna. Margir urðu til að fordæma frumvarpið, en það fór í gegnum þingið og Gandhi lagði kapp á að flýta afgreiðslunni. Þegar forsetinn neitaði síðan að skrifa undir brást Gandhi reiður við. En vissi sem var, að undir- skrift hans var aðeins formsatriði. Frumvarpið var á ný sent gegnum þingið og að svo búnu varð Singh að staðfesta lögin. Efalaust gram- dist Rajiv Gandhi það mjög, að Singh skyldi tefla málið, eingöngu til að vekja athygli á sér, eins og hann Iét að liggja. Eftir að bréf forsetans var birt f áðumefndu blaði, bar stjómar- andstaðan fram kröftug mótmæli og hafði í frammi ásakanir á hend- ur Gandhi fyrir ólýðræðisleg og ruddaleg vinnubrögð. Eftir að hafa gefið yfirlýsingar gengu stjómarandstöðuþingmenn út í mótmælaskyni. Stjómmálafréttaritarar velta fyrir sér, hvort Singh muni grípa til þess ráðs að gefa kost á sér til endurkjörs næsta sumar, þegar kjörtímabil hans rennur út. Aðrir segja að það sé vafasamt. Singh sé ekki vinsæll af alþýðu manna, og það kunni að fleyta Gandhi yfír þetta sker, að þessu sinni. Enda hrannist svo mörg vanda- mál upp wallt í kringum hann, að nóg sé nú samt. Heimildir: Far Eastem Economic Review, AP, Economist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.