Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Nýjung: Saltfiskur í neytendapökkum Morgunblaðið/JÁS Sigurður Sigfússon, sölustjóri hjá Sambandi islenskra fiskfram- leiðenda. Um þessar mundir er Coldwater Seafood, dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, að hefla sölu á saltfiski í neytenda-1 pökkum í Bandaríkjunum. Frétta- ritari Morgunblaðsins náði tali af sölustjóra Sambands íslenskra fiskframleiðenda, Sigurði Sigfús- syni, er hann var staddur á fiskmetissýningunni í Boston og innti hann eftir saltfisksölunni. — Hverjum ætlið þið að selja þennan saltfisk? „Helstu neytendahópamir eiga rætur að rekja til Portúgal, Spán- ar og eyja í Káríbahafinu. En í raun skiptist neytendahópurinn í tvo hluta, þá sem eru frá Evrópu og eru oft önnur eða þriðja kyn- slóð hér í Bandaríkjunum og reiðubúnir að borga talsvert fyrir að fá góðan físk. Síðan er fólkið sem kemur frá eyjunum í Karíba- hafi, oft af fyrstu kynslóð innflytj- enda og hefiir ekki mikil fjárráð. Hingað til höfum við selt fyrr- nefnda hópnum. En nú er saltfískurinn kominn í neytendapakkningar og þá stefn- um við inn á alla hugsanlega saltfiskmarkaði. Þessir hópar sem ég nefndi búa einkum á Nýja- Englandssvæðinu, það er að segja norðausturhomi Bandaríkjanna. Þeir em á Rhode Island, kringum Boston og í New Jersey er til dæmis stærsta portúgalska ný- lendan í Bandaríkjunum. Fólkið frá karabísku eyjunum hefur á hinn bóginn komið sér fyrir á Flórídaskaganum. Loks er Kali- fomía vænlegur saltfiskmarkað- ur.“ — Hafið þið kannað hvemig landið liggur? „Við höfum gert markaðskann- anir og vonumst til þess að þetta sé sú vara sem fólk mun sækjast eftir. Saltfiskur er talsvert dýrari en sá ferski, en á hinn bóginn er mjög sterk hefð fyrir þessari neyslu. í verði emm við alveg samkeppnisfærir við Kanada- menn og aðra, en svo er þess að gæta að sala á saltfiski í lofttæmdum neytendapökkum er algjör nýjung á Bandaríkjamark- aði. Neyslan hjá innflytjendum af evrópskum meiði virðist vera mest fyrir jólin og aftur á föstunni fyr- ir páskana. Það kom okkur hinsvegar á óvart að eyjaskeggjar úr Karíbahafi neyta saltfisks allan ársins hring. Saltfiskurinn getur geymst í tólf mánuði í þessum neytendapökkum, ef hann er hafður í kæli. Við emm mjög bjartsýnir að vel takist með sölu." — Fáið þið þolanlega hátt verð miðað við Evrópu? „Já, já, vegna skorts á saltfiski alls staðar í heiminum hefur verð- lag verið hátt. Náttúmlega hefur fall dollarans komið jafn illa við okkur og frystinguna, þegar við bemm okkur saman við Evrópu- markað. En í þeim efnum þýðir ekkert annað en þreyja þorrann og gefast ekki upp.“ Borgaraflokkurinn birtir stefnuskrá: Atorka eínstaklinga í stað miðstýrðs ríkisreksturs - V arnar samningnr endurskoðaður reglulega - Ný lög um fóstureyðingar BORGARAFLOKKURINN, hinn nýi stjómmálaflokkur Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér stefnuskrá sína. í inngangi hennar segir, að flokkurinn muni leggja áherslu á samstarf fjöldans til átaka í velferðarmálum íslensku þjóðarinnar og gæta reisnar hennar í samskiptum við aðrar þjóðir. Borgaraflokkurinn setji einstaklinginn i öndvegi og virði frelsi hans til skoðana og athafna, en vinni af tillitssemi að mannúðarmálum og virði mann- Iegar tilfinningar. Stefnuskrá Borgaraflokksins skiptist í átta kafla. í kafla um efna- hags- og viðskiptamál segir, að flokkurinn treysti á dugnað og at- orku einstaklingsins fremur en miðstýrðan ríkisrekstur. Hlutverk ríkisins sé að skapa hagstæð ytri skilyrði fyrir allan atvinnurekstur. Útflutningsverslun eigi að gefa fijálsa í áföngum og tekjuskattur af almennum launatekjum verði lagður niður. Þá vill flokkurinn að ríkissjóður sé rekinn hallalaus í góð- æri. Um alþjóða- og öryggismál segir, að eðlilegt sé að vamarsamningur- inn við Bandaríkin sé endurskoðaður reglulega. Lögð verði ríkari áhersla á almannavamir og öryggismál ís- lendinga sjálfra í samstarfinu við Bandaríkjamenn. Sjálfsagt sé að taka þátt í öllum umræðum um af- vopnunarmál er leitt geti til varan- legs friðar og eyðingar kjamorku- vopna. í kafla um fjölskyldumál og vel- ferð segir, að umhyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstætt eyðingu þess, sé æðsta markmið góðrar ríkis- stjómar. Því muni Borgaraflokkur- inn beita sér fyrir því að sett verði ný löggjöf um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Tryggt verði að foreldrar geti valið um að annast böm sín á heimiiinum ef þeir óska þess. Skilyrði kirkju og trúarlífs verði bætt. Öldruðum verði tryggt áhyggjulaust ævikvöld með reisn. Um menntamál segir, að huga skuli að endurskipulagningu á menntakerfi landsins og gæði menntunar verði á við það sem best gerist erlendis. Lánasjóður íslenskra námsmanna tryggi öllum jafna möguleika til náms. Launatekjur námsmanna skerði ekki rétt þeirra til námslána. Um iðnaðar- og orkumál segir, að stuðla beri að því að íslensk iðn- fyrirtæki geti fengið raforku á hagstæðu verði til jafns við erlend stóriðjufyrirtæki. Haldið verði áfram að kanna möguleika á samstarfi við erlend stóriðjufyrirtæki. Um land- búnaðar- og sjávarútvegsmál segir, að stefna beri að því að leggja núver- andi kvótakerfi í þessum atvinnu- greinum niður. Halda beri áfram skynsamlegri nýtingu hvalastofna. Gera skuli átak til þess að nýta bet- ur og fullvinna fiskafla innanlands. Um samgöngumál segir, að lagn- ingu hringvegarins með bundnu slitlagi skuli lokið í einum áfanga og hann tengdur þéttbýliskjömum landsins. Bent er á nauðsyn góðra fjarskipta og tengsla við umheiminn með tilliti til verslunar og viðskipta. Hugað verði að heimsverslunarmið- stöð á íslandi með beinum fjarskipta- og tölvutengslum við allar helstu kauphallir heimsins. Loks segir í kafla um stjómsýslu- mál, að aukin völd skuli færð til sveitastjóma og landshluta. Jafn- framt verði dregið úr miðstýringu og samþjöppun framkvæmdavalds- ins á einum stað. Stefnt skuli að eðlilegri og réttlátari kjördæmaskip- un. Hrunamannahreppur: Fjölsóttir tónleikar til heiðurs Signrði Agnstssyni Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. TÓNLISTARFÉLAG Ámessýslu gekkst fyrir afmælistónleikum til heiðurs Sigurði Ágústssyni í Birt- ingaholti laugardaginn 21. mars. Voru þeir haldnir á Flúðum kl. 15 en í Selfosskirkju kl. 20.30. Öll lögin og tónverkin sem flutt voru eru eftir Sigurð Ágústsson. Alls voru það sex kórar, samtals 240 manns, sem sungu 23 lög eftir tónskáldið sér eða sameiginlega, auk þriggja einsöngvara. Var hús- fyllir á báðum stöðum og þótti söngurinn takast vel. Sigurður Ágústsson fæddist í Birt- ingaholti 13. mars árið 1907, yngstur 10 bama þeirra hjóna Móeiðar Skúladóttur og Magnúsar Ágústs Helgasonar. Hann var bóndi í Birt- ingaholti 1934 til 1964, bjó stóru búi og var mikill ræktunarmaður bæði á jarðargróða sem búfé. Sigurður gegndi Qölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Þá var hann skólastjóri Flúðaskóla um ára- bil og kennari við Reykholtsskóla í Biskupstungum, einnig var Sigurður við kennslu á Stokkseyri og Selfossi um tíma. Þá var Sigurður skólastjóri Tónlistarskóla Ámessýslu 1974—1978 og stundakennari við þann skóla til 1986. Sigurður var aðeins 17 ára gamall þegar hann stofnaði sinn fyrsta kór, sem var Hreppakórinn, karlakór skipaður mönnum úr Hreppunum, og starfaði þessi kór lengi. Sigurður hefur feng- ist mikið við tónsmíðar og tónlist og verið athafnasamt tónskáld. í upphafi tónleikanna á Flúðum afhenti Loftur Þorsteinsson oddviti Sigurði skrautritað skjal og tilkynnti að hann hefði verið gerður að heið- ursborgara Hrunamannahrepps. Steinþór Gestsson fyrrverandi al- þingismaður á Hæli flutti ávarp, en hann er einn af söngfélögunum úr Hreppakómum. Kóramir sex, sem sungu hver fyrir sig tvö til þijú lög efíir tónskáldið, eru: Samkór Selfoss, stjómandi Jón Kristinn Cortes, Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, stjóm- andi Jón Ingi Sigurmundsson, Ámesingakórinn í Reykjavík, stjóm- andi Hlín Torfadóttir, Ámeskórinn, stjómandi Loftur S. Loftsson, Karla- kór Selfoss, stjómandi Ásgeir Sigurðsson, Karlakórinn Fóstbræð- ur, stjómandi Ragnar Bjömsson. Þá sungu einsöng þau Guðbjörg Sigur- jónsdóttir og bræðumir Gunnar og Morgunblaðið/Sig. Sigm. Loftur Þorsteinsson oddviti hefur afhent Sigurði Ágústssyni skraut- ritað skjal um að hann hafi verið gerður að heiðursborgara í Hrunamannahreppi. Guðbjöm Guðbjömssynir. Karlakór- amir sungú saman eitt lag og blönduðu kóramir nokkur lög, stjóm- aði höfundurinn því síðasta, laginu Ámesþingi, við texta Eiríks Einars- sonar frá Hæli. Á tónleikunum á Selfossi flutti Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri Suður- lands, kveðju frá menntamálaráð- herra og afhenti blómakörfu. Einnig var tónskáldinu fært skrautritað skjal frá stjóm Tónlistarfélags um árabil. Stjómendum, undirleikurum, einsöngvurum og formönnum kó- ranna var færð að gjöf hljómplatan „Söngkveðjur", sem geymir mörg af lögum Sigurðar. Þessi hljómplata kom út árið 1982, en er löngu upp- seld. Hún hefur nú verið gefín út að nýju af Fálkanum í Reykjavík. Stjóm Tónlistarfélags Ámessýslu skipa nú Helgi Helgason formaður, Hjörtur Hjartarson ritari og Hjörtur Þórarinsson gjaldkeri, og mun hann hafa haft mestan veg og vanda af framkvæmd þessara vel heppnuðu tónleika. Þess skal að lokum getið að Ríkisútvarpið tók upp tónleikana á Flúðum. — Sig. Sigm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.