Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 42

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Óveðrið á Norðurlandi: Húsavík: Þakgluggi fauk í gegn um úti- hurð á íbúðarhúsi Straumnesi í Aðaldal. í ÓVEÐRINU, sem gekk yfir Norðausturland á þriðjudags- kvöldið, fauk þakgiuggi af nýbyggðu verkstæðishúsi véla- verkstæðisins Foss á Húsavík á nærliggjandi íbúðarhús. Fór hann í gegnum útidyrahurð og hafnaði þar inni á gangi. Enginn varð fyrir glugganum, en skemmdir urðu nokkrar. Óveðrið, sem brast á á þriðju- „Sæluvikuveðrið“ bregst ekki: Tvær Norður- leiðarrútur veðurtepptar í Varmahlíð Varmahlíð. TVÆR rútur frá Norðurleið á leið til Akureyrar stöðvuðust hér í Varmahlíð í vonskuveðri í fyrradag. Voru þær fullar af farþegum, mest nemendum á leið til skóla á Akureyri eftir verk- fall kennara. Fólkið fékk gist- ingu í Hótel Varmahlíð, á Óöngximýri og í heimahúsum. Um miðjan dag í gær var óvíst hvenær tækist að opna veginn til Akureyrar. Vonskuveður hefur geysað hér í Skagafirði síðan í fyrradag og í gær var enn hávaðarok og mikil snjó- koma, sem reyndar er óvenjulegt hér í miðju héraði. Fært er hér um vel flesta vegi og komu öll börn í skóla í Varmahlíð í gærmorgun á venjulegum tíma. Sæluvika Skagfirðinga stendur nú yfir og segja gárungarnir að það bregðist ekki sæluvikuveðrið. Svo sem undanfarin ár ætla kórarnir í héraðinu, Karlakórinn Heur.ir og Rökkurkórinn að halda mikla söng- sfcemmtun í Miðgarði næstkomandi laugardagskvöld í tilefni af Sælu- viku. Nú fá þeir til liðsauka tvo kóra. Karlakór Selfoss kemur hér við á söngferð og síðast en ekki síst verður hér staddur blandaður kór frá Osló. Svo með sanni má segja að hér verður hálfgert kóra- mót nk. laugardagskvöld ef veður- guðirnir setja ekki strik í reikning- inn. pD dagsmorguninn, var norðvestan stórhríð og stóð það linnulaust fram yfir miðnættið. Veðurhæðin var gífurleg. Á Mánárbakka á Tjömesi fór vindhæðin langt yfír 12 vindstig í verstu kviðunum. Þar fuku þak- plötur af fjósi og heyhleðsluvagn tókst á loft og brotnaði í spón. Sagði Aðalgeir Egilsson bóndi þar að hann myndi ekki eftir svona langstæðu ofsaroki af norðvestri. Tjón í óveðrinu varð mest á Húsavík. En eftir því sem best er vitað verulega minna annars staðar í sýslunni. Á Húsavík fauk þakið af umferðarmiðstöð kaupfélagsins og hafnaði á húsum bókaverslunar Þórarins Stefánssonar. Tjón á hús- unum virðist ekki vera mikið. Þá slitnaði frá bryggju danskt flutningaskip, Lousea, sem er leigu- skip í saltflutningum. Rak það inn í höfnina og strandaði þar. I leið- inni rakst skipið á tvo báta og braut bólverkið á gömlu timburbryggj- unni. Stefnið á skipinu er mikið dældað og sjálft er skipið vélar- vana. Enn er ekki Ijóst hvað tjónið er mikið. Skipið var enn á strand- stað síðdegis í gær og verður það ekki hreyft fyrr en í betra veðri. Einnig slitnaði upp dæluprammi frá Slippstöðinni en honum tókst að bjarga án skemmda. Þakið fauk af sorpeyðingarstöðinni og minnihátt- ar tjón varð af foki lausra muna víða í bænum. St.Sk. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Raflínustaurarnir kubbuðust í sundur og línan liggur á jörðinni, eins og sést á þessari mynd sem tekin var í gær. Jökulsárhlíð: 68 rafmagnsstaurar kubbuðust í sundur Tjónið 10-15 milljónir kr. Egilsstöðum. í OVEÐRINU sem gekk yfir stæður, 68 staurar alls, í landið brotnuðu 34 staurasam- háspennulínunni sem liggur frá Hríðarteppt við Ljósavatn: Biðin í bílunum var fólkinu erfið Straumnesi í Aðaldal. ÓTTAST var um fólk á leiðinni á milli Húsavíkur og Akureyrar í stórhríðinni á þriðjudagskvöld- ið. Björgunarsveitir í Suður- Þingeyjarsýslu voru kallaðar út til leitar og fundust bílarnir við Ljósavatn upp úr klukkan 23, og var hluti fólksins þá búinn að vera þar i tæpar 9 klukkustund- Ofsaveður í Öxarfirði: Rafmagnslaust í tíu klukkustundir Skinnastad, Öxarfirdi. OFSAVEÐUR af vestsuðvestan með ofanhríð og skafbyl gekk yfir Oxarfjörð frá hádegi á þriðjudag framundir hádegi á miðvikudag, en fór þá að slota nokkuð. Rafmagnslaust varð í um 10 klukkustundir og síma- samband slitrótt um tíma. Nokkrir skaðar munu hafa orðið á mannvirkjum en ekki eru öll kurl komin til grafar. Veður var stillt að morgni þriðju- dags en brast á um hádegi á með ofsaroki og blindbyl. Þetta var vest-suð-vestan veður. Rafmagn fór um kl. 3.00 aðfaranótt miðvikudags og var rafmagnslaust í öllu hérað- inu til kl. 13.00. ísingu í spennistöð vegna sjóroks er kennt um. Var víða mjög kalt í húsum þar eð frost var 5-8 gráður og Ijóslaust um nótt- ina. Allnokkrir skaðar munu hafa orðið, meðal annars munu þakplöt- ur hafa fokið af húsum, gluggar brotnað og trillubátur skemmst eða sokkið. Skaðar eru ekki enn full- kannaðir. Um hádegi á miðvikudag fór veðrinu að slota. Ennþá er þó VNV hríðarveður með vægu frosti. Snjó hefur dregið saman í háa skafla en lítið er vitað um færð á vegum. Þetta er versta stórviðri sem hér hefur komið í mörg ár. Sigurvin. ir. Biðin í bílunum var fólkinu erfið og var það orðið kalt og hrakið þegar björgunarmenn á snjóbíl úr Fnjóskadal fundu það. Umræddir bílar voru fóðurflutn- ingabíll frá kaupfélaginu á Húsavík á leið frá Akureyri og jeppabifreið sem snúið hafði við á leiðinni til Akureyrar. Báðir þessir bílar lentu út af veginum og voru bílstjórarnir einir í þeim. Þriðji bíllinn var Bronco-jeppi, sem í voru ung hjón á leið frá Ákureyri austur í Aðaldal. Þau fóru frá Akureyri klukkan 14.30 um daginn. í samtali við fréttaritara sögðust þau hafa kom- ist við illan leik yfir Víkurskarð, eftir tveggja tíma ferð og héldu þá að nú væri björninn unninn. Þau létu vita af sér á Víðivöllum, sem er fyrsti bær sem komið er að aust- an Víkurskarðs. Þeim gekk nokkuð vel austur Ljósavatnsskarðið, þrátt fyrir stórhríðina. Þegar kom að Ljósavatninu var veðurhæðin og hríðin svo mikil að engin leið var að sja niður á þjóðveginn úr bílnum, að sögn þeirra hjóna og urðu þau því að láta fyrirberast þar sem þau voru niðurkomin. Þá var klukkan um 18.30 um kvöldið. Þau sögðu að biðin í bílunum hefði verið fólkinu erfið, þar sem illa gekk að halda bílunum gang- andi, en snjór skóf stöðugt inn á vélarnar. Fólkið var því kalt og hrakið þegar það fannst. Þegar snjóbíllinn fann bílana voru ekki nema 10 metrar á milli þeirra, en svo hafði hríðir. verið þétt að þeir vissu aldrei hveijir af öðrum. Fólkið í bílunum biður fyrir þakk- ir til allra þeirra sem tóku þátt í leitinni. St.Sk. Lagarfossvirkjun til Vopna- fjarðar. Staurar þessir brotn- uðu þar sem línan liggur um Jökulsárhlíð, frá Héraði til Vopnafjarðar. Staurarnir þverkubbuðust í sundur, frá mannhæð og upp eftir staurun- um. Línan liggur á jörðinni á löngum kafla og hangir brakið af efsta hluta stauranna á línunni. Lína þessi er tiltölulega ný og þar sem staurarnir brotnuðu er láglent. Er veðurhæð kennt um en ekki ísingu, eins og þó er al- gengast þegar raflínustaurar brotna. Að sögn Erlings Garðars Jónas- sonar, umdæmisstjóra RARIK á Austurlandi, er áætlað að viðgerð taki um 10—12 daga, og kostnað- ur verði 10—15 milljónir. Vararaf- stöð er á Vopnafirði og fullnægir hún raforkuþörf Vopnfirðinga. Björn Bflalest í hrakniiignm á Vatnsskarði eystra Egilsslöðuni. BÍLALEST með fjórum vörubíl- um sem voru að flylja bensín, olíuvörur og ýmsar aðrar vörur til Borgarfjarðar eystri, ásamt einum jeppa, lenti i hrakningum á Vatnsskarði í óveðrinu sem gekk hér yfir á þriðjudag. Vegurinn til Borgarfjarðar er opnaður á þriðjudögum og er það jarðýta sem Vegagerðin hefur staðsett í Borgarfirði, sem annast snjóruðning á þessari leið. Vegna mikillar ófærðar nú ákvað Vega- gerðin á Egilsstöðum að senda vörubíl með plóg frá Egilsstöðum á móti Borgarfjarðarýtunni. Þessi snjóruðningstæki mættust um klukkan 16. I sama mund gerði aftakaveður á þessum slóðum og urðu bílar og snjóruðningstæki viðskila. Bíllinn með plóginn komst ásamt tveimur vörubílum til Borg- arfjarðar, en ýtan, vörubíll ogjeppi tepptust Héraðsmegin við Vatns- skarð. Þegar vörubílstjórarnir voru búnir að ljúka erindi sinu í Borgarfirði héldu þeir aftur á Skarðið, en festu sig í Sprengi- brekkum. Skildu þeir tvo bíla eftir en sneri við á einum og gistu í Borgarfirði í fyrrinótt. Bílarnir sem urðu eftir Héraðs- megin voru sambandslausir í 5 klukkustundir. Klukkan 21 var björgunarsveitin á Egilsstöðum kölluð út og náði hún sambandi við vörubílinn. Var hann þá orðinn viðskila við jeppann en í honum voru tveir menn. Björgunarsveit- armennirnir fundu jeppann og mennina heila á húfi og kom þeim í húsaskjól á Unaósi, en það er næsti bær við Vatnsskarð Héraðs- megin. í gær gekk veðrið niður og var byijað á að opna ieiðina á ný, svo allir kæmust til síns heima. Mennirnir sem gistu á Unaósi ko- must yfir Skarðið í gær. Björn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.