Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 43

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 43 Eldi menn muna ekki eftir eins miklu hvassvirði á Þórshöfn og- Þistilfirði eins og var á þriðjudag. Björgunarsveitarmenn á Þórshöfn hófu leit að fólki á Ieið í Svalbarð, en það kom þó fram skömmu seinna. Myndin af þessum kuldalega hesti var tekin við Svalbarð á dögunum. Rafmagns- leysi á Kópaskeri Á KÓPASKERI fór að hvessa upp úr hádeginu á þriðjudag síðdegis var komið aftakaveður. Veðrið var verst í nágrenni kauptúnsins, þar sem þrír bátar eyðilögðust og útihús skemmd- ust. Rafmagnið fór af Kópaskeri og nágrenni um klukkan þrjú á þriðjudag. Unnið var að viðgerð, en rafmagnið var ekki komið á siðdegis í gær. Vonir stóðu þó til að það tækist fyrir kvöldið. Litlu munaði að stórtjón yrði í laxeldisstöð Árlax hf. í Kelduhverfi vegna rafmagnsleysisins þar sem illa gekk að koma vararafstöð í gang. Það tókst þó um síðir. At- vinnulíf staðarins var meira og minna lamað vegna rafmagnsleys- isins og kalt var orðið í húsum. Árni Sigurðsson á Kópaskeri sagði að jámplötur hefðu fokið af hluta af slátur- og frystihúsi Kaup- félags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. Einnig hefðu brotnað rúður á sláturhúsbyggingunni. Sagði hann að tjóni væri ekki full- kannað, en það gæti verið um 100 þúsund krónur. Að sögn Ama varð mikið tjón á svokölluðum Leirhafnarbæjum á Melrakkasléttu. Fjárhús skemmdist mikið á Miðtúni, þakið fauk alveg af því meðal annars. Heimilisfólkinu tókst að bjarga kindunum inn í hlöðu. Einnig fauk fjárhús í Reistar- nesi, en þar var ekkert fé inni. Þá fuku öll hús á eyðibýlinu Sæbergi, íbúðarhús, stór skemma og verk- stæðishús. Tvær trillur af þremur í bátalæginu í Leirhöfn ráku upp í fjöm og eyðilögðust. Einnig hvolfdi minni bát. Fjórði báturinn stóð veðurofsann af sér. Þá varð tjón á húsum hjá laxeldisstöð ÍSNÓ hf. í Lónum í Kelduhverfi. Kuldalegt í Þistilfirðinum Skagafjörður: Eitt allra versta veður sem ég man - segir Jón K. Ólafsson í Haganesi í Fljótum Hofsósi. í FLJÓTUM var hið versta veður í fyrradag, það versta í mörg ár. Oft er vitnað til veðurs sem gekk yfir 1966, en þá var veðrið ekki eins vont og nú, að sögn Önnu Jónsdóttur á Stóru-Þverá i Fljót- um. Þakjárn fauk af hlöðu á Stóru-Þverá, en olli ekki tjóni á öðrum eignum svo vitað sé. í gær var þar öskubylur og ekki farið að kanna neitt um færðina þar fremra. Mjög slæmt símasamband er í Fljótum og sagðist Anna vita að rafmagnslaust væri á fremstu bæj- unum, Stíflubæjunum svokölluðu, sem tengdir eru Ólafsfjarðarlínu. En ekki er neitt vitað um hvaða bilanir er þar að ræða. Að sögn Jóns K. Ólafssonar í Haganesi í Fljótum var veðrið í fyrradag eitt það allra versta sem hann man. Búið var að taka alla bátana upp áður en veðrið skall á og vissi hann ekki um neitt tjón á næstu bæjum. Leiðindaveður hefur vérið í Fljótum allan liðinn mánuð og hafa menn ekki enn komist til að vitja um öll grásleppunet sem lögð voru 10. mars síðastliðinn. Um miðjan dag í gær sást ekki út úr augum í Haganesi og skaflar sem byijuðu að myndast í fyrradag voru þá komnir á fjórða metrann. Illviðrið sem gekk yfir norðan- vert landið í fyrradag olli ekki tjóni á Hofsósi. Um miðjan dag versnaði veður með hvassri norðvestanátt og snjókomu. í Hofsóshöfn voru nokkrar trillur og 55 tonna bátur. Talsverð alda var á flóðinu og þurfti að binda alla bátana ræki- lega, þannig að engar skemmdir urðu í höfninni. Að sögn Bjöms Mikkaelssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, er ekki kunnugt um neinar skemmdir þar og var rólegt hjá lögreglu. Þungfært var á götum Sauðárkróks í gær, en allir aðalvegir í héraðinu færir og einnig var sæmilega fært frá Sauðárkróki út að Ketilási í Fljótum. Ófeigur Trillubátur sökk í höfmnni í Þórshöfn Þórshöfn. MIKIÐ hvassviðri skall hér á upp úr hádeginu í fyrradag. Seint um kvöldið var björgunarsveitin og lögreglan kölluð út vegna trillu- bátsins Vals SU, sem var að sökkva i höfninni. Sökk hann skömmu eftir að þeir voru komnir á vettvang. Lögreglan segist ekki vita um ástæðuna, en ládautt var í höfninni og ekki mikil ísing þeg- ar óhappið varð. Eigendur flestra bátanna voru i bátum sínum um nóttina. Um hádegið i gær vann björgunarsveitin við að ná bátmun upp úr höfninni. Að sögn lögreglunnar á Þórshöfn var mjög annasamt hjá lögreglu og björgunarsveit vegna foks á plötum og ýmsu lauslegu, en ekki urðu nein slys á mönnum. Rafmagnið fór af þorpinu klukkan 16 vegna mikillar seltu og hefur ÞistilQörður verið raf- magnslaus síðan. Varavélar voru keyrðar og var rafmagn komið á mest allt þorpið um klukkan 4 í fyrri- nótt. í gær var vonast til.að rafmagn kæmist á allt svæðið síðdegis. Klukkan 16.30 var björgunarsveit- in kölluð út að húsinu Langanesvegur 19, þar sem plötur voru famar að fjúka af þakinu. Varla var stætt við húsið, en björgunarsveitinni tókst að koma í veg fyrir að þakið færi allt af, en það var farið að losna. Klukkan 20 var björgunarsveitin kölluð út til leitar að hjónum sem fóru frá Þórshöfn rétt fyrir klukkan 16 og ætluðu í Svalbarð sem er um 27 km leið. Veghefill fór á undan bíl björgunarsveitarinnar, en stuttu seinna komu hjónin fram í Sval- barði, heil á húfí. Vakt var á lögreglustöðinni til klukkan 5.30 í gærmorgun, en þá hafði lægt mikið. Eldri menn segjast ekki muna eftir svona miklu hvas- sviðri hér um árabil. Þorkell Grímsey: Vindhrað- inn fór yfir 100 hnúta Grímsey. OFSAVEÐUR gekk hér yfir á þriðjudag. Vindhraðinn sló nokkr- um sinnum yfir 100 hnúta markið, sem mun vera um 16 vindstig, á vindmælinum á flugstöðinni. Þeg- ar veðrið var sem verst, á milli klukkan 2 og 3 um daginn, fór vindhraðinn aldrei niður fyrir 70 hnúta og var þá ekki stætt úti við. Lítið tjón varð í fárviðrinu. Eitt- hvað jám fór af gömlum útihúsum. Rafmagnið fór af vegna þess að margar heimtaugar slitnuðu. í gær var unnið að viðgerð, og komst raf- magnið aftur á hjá flestum. Alfreð SIEMENS SlWAMAT 276 Góð og hagkvæm þvottavél #18 þvottakerfi. # Sparnaðarhnappu r. •Frjáist hitaval. •Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskur leiðarvísir. •Gömlu góðu Siemens- gæðin. Komið íheimsókn tíl okkar: Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Nýtt símanúmer: H) 689900 á Éaílandi, Vatnagörðum 24.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.